28.11.08

Meira frá Köben

Svanfríður vildi endilega vita meira svo hér kemur smá meira.
Eins og sjá mátti í síðusu færslu var ég frekar umkomulaus fyrstu mánuðina í Danmörku. Ég var nánast mállaus en skildi aðeins meira en ég gat talað, nánast ekkert sem sagt var í tímum en ég gat hlustað á einfaldar samræður ef fólk talaði hægt á drottningardönsku.

Fyrsta mánuðinn í skólanum var einskonar kynningarmánuður þar sem bara var djammað og djúsað og hygget sig. Ég mætti alltaf galvösk á allt enda hafði ég lítið annað að gera og var að jafnan sú sem kom fyrst og fór seinust. Gleymi seint fyrstu veislunni. Það var búið að dekka á langborð á ganginum í skólanum en hann var frekar þröngur. Ég hafði fengið sæti fyrir miðju borði og nánast ómuglegt að komast á klósettið svo ég endaði á að klifra út og inn um gluggann í kennslustofunni sem var fyrir aftan mig. Mér fannst nefninlega svo erfitt að labba framhjá hálfum bekknum(en við vorum 70) því allir vildu endilega spjalla við útlendinginn svo mér fannst þetta skárri kostur. Þegar danir halda svona veislur eru þeir endalaust að skála. Drukkið var bjór í þessari veislunni og reykingar voru leyfðar inni en ekki var mikið um öskubakka og því voru tómar bjórflöskur notaðar til í staðin. Í eitt skiftið þegar átti að skála greip ég næstu flösku sem ég sá að ekki var tóm og svo kom skå- å- å- ål og svo áttu allir að drekka sem ég og gerði. Betri blöndu af bjór og ösku hef ég sjaldan smakkað! Og þarna vandaðist nú valið, hvað gerir maður til að halda haus? Jú ég tók þá skynsamlegu ákvörðun að láta sem ekkert væri og kyngja fjandanum enda vildi maður ekki gera sig að fífli svona mállaus og allt. Skå- å- å- ål alle sammen. Smil og fuck.....

Svo var farið í skólaferðalag og tekið var fram að allir yrðu að taka með sér 2 lök sem ég og gerði - teygjulök. Ég skildi nú ekkert afhverju ég ætti að taka með mér 2 lök en var ekkert að spyrja neitt nánar út í það því ég var ekki viss hvort ég myndi skilja svarið. Um kvöldið var svo sagt að nú ætti allir að fara í svefnálmuna og klæða sig fyrir veisluna en það átti að vera "togafest" og allir ættu að vera í lakinu sínu og engu innan undir. (Ef þú ekki veist hvað togafest er þá er það veisla þar sem allir eru klæddir eins og Grikkir til forna, í lökum sem er sveiflað yfir axlirnar.) Hvað gerir maður þegar maður er bara með teygjulak með sér afþví maður hefur aldrei heyrt um togafest? Einhver sá aumur á útlendingnum og lánaði mér lak og svo mætti ég í veislu. Mæ god hvað mér leið illa, til að kóróna þetta allt voru mér útvegaðir 2 ungir menn sem áttu að þjóna mér á tá og fingri allt kvöldið. Sátu alveg klesstir við mig og ég sem var nánast nakin. Nei þetta var nú ekki gaman en þar sem ég var sannur íslendingur hellti ég í mig nokkra bjóra því eitthvað var maður að gera til að halda þetta út og svo varð ég líka miklu betri í dönsku þegar ég var komin á fjórða bjór. Hef ALDREI farið í svona veislu síðan og myndi ekki fara þótt mér yrði borgað fyrir það.

Nei það var ekki tekið út með sældinni að vera útlendingur í Danmörku á þessum fyrstu mánuðum. Var eiginlega voða lítið gaman en aldrei hvarflaði að mér að fara heim og eftir á var þetta bara bráðfyndið allt saman.

Lag vikunnar var vinsælt á þessum tíma. Ekki beint léttmeti en gott engu að síður. Síðasti sjens fyrir svona lög á þessu ári því núna eru bara jólalögin eftir og þau eru nú flest jollí. Og svo vill ég bara segja að mér finnst hann Eddie Vedder sem var söngvari í þessari hljómsveit ansi myndó.


Ekki gleyma svo að kíkja hér við daglega í desember. Jólablogg á sínum stað eins og í fyrra. Alveg með sama sniði sem þýðir að ég blogga bara á virkum dögum. Lofa að koma þér í jólaskap fyrir 24 desember.

Gleðilega helgi og fyrsta sunnudag í aðventu.

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég er að kynnast svo yndislega skemmtilegum hliðum á þér sæta :-)
Hlakka til að lesa jólabloggið þitt.
Hilsen frá Lier

Nafnlaus sagði...

Hehehehe. Þetta sama kom fyirr mig í mínum rústúr. Að grípa öskuflösku. Sjitt,ég man enþá bragðið,,,en kíngdi samt. Nýr í skólanum..susss í dag myndi ég bara einfaldlega gubba takk fyrir. Þökk sé aldrinum. Ég sé þetta toga fest fyrir mér. Var greinilega mikið inn því maður var endalaust að sjá hálfnakta fullla stráka á kollegíinu í múnderingu. En þetta voru nú samt bestu tímar mínir þarna á öresund
asdis

kollatjorva sagði...

hlakka til að lesa jólabloggið þitt mín kæra, hvernær ferðu til Íslands?

Egga-la sagði...

svei mér þá ég var búin að gleyma að þetta heitir rustur.

Álfheiður sagði...

Snilldarblogg hjá þér góða!
Hlakka til að komast í jólaskap með þér :o)

Nafnlaus sagði...

skemmtileg saga. Ég dáist að þér, fyrir að hafa haldið þetta út, fyrsta mánuðinn ;)

Kveðja Íris Gíslad

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Takk fyrir skemmtilegt blogg og gaman að lesa um þig hér einu sinni:) Ekki hefur drykkurinn bragðast vel en ég skil vel að þú hafir látið þig hafa það:) hlakka til jólabloggsins. Hafðu það gott.

Nafnlaus sagði...

ha ha ha yndislegar faerslur hjá thér um fyrsta tímann í útlöndum ;) skal sko vera dugleg ad koma vid í desember og komast í jólaskap!