6.2.09

Það er komin föstudagur og flösku ég mér fæ..

Man einhver eftir þessu lagi sem einhver samdi við lagið "Súrmjók í hádegið" og maður söng hástöfum á föstudögum í frystihúsinu? Nei segi bara svona.

Hér er bara annars lítið í fréttum. Hef ekkert merkilegt að segja og þetta verður eflaust mjög andlaus og lítil áhugaverður pistill. Sjáum hvað setur. Annars eru bara vetraríþróttir hér í hámæli. Krakkarnir fara með skíði og skauta í skólann og allt er voða vetrarlegt og kalt. Saga fór á gönguskíði síðustu helgi með okkur, við vorum svo vitlaus að taka ekki með okkur skíði því við ætluðum bara að tölta við hliðina á henni. How stupid! Hún hefur tekið svo miklum framförum síðan í fyrra að hún skíðaði miklu hraðar og betur en áður og þar að auki var svo mikill snjór að við sukkum niður að hnjám sumstaðar. Mægod hvað ég var þreytt eftir þetta ferðalag. Baltasar fer í fullorðinsbrekkurnar eins og ekkert sé og Saga fór í sína fyrstu fullorðinsbrekku í vikunni. Held að mamma gamla verði að taka sig á því ég er lélegust á skíðum í þessari fjölskyldu - en best í eldamennsku, skipulagningu og bakstri!! Við erum að fara 2 helgar í röð í hytte í vetrarfríinu og þá verð ég að taka á stóra mínum og skrönglast í brekkurnar með skíðin og æfa smá. Ég er bara ekki mikil skíðamanneskja í hjarta mínu og það er nú ekki gaman þegar maður býr í Vinter Wonderland. Og ef þú heldur að hytte sé einhver smá kofi uppi í fjalli þá eru báðar þessar stærri en húsið sem ég bý í. Mjög svo villandi finnst mér að kalla það hytte.

Er að skipuleggja sumarfrí í Danmörku í júlí. Búin að panta far og ekki seinna vænna því það var að verða fullt. Geggjun segi ég nú bara. Verðum rétt fyrir utan Aarhus í bústað rétt hjá strönd svo að það er ekki verra ef það verður sól. Verðum svo nokkra daga á Samsö þegar þessi vikudvöl í bústað er lokið. Hefur alltaf svo langað að vera á danskri eyju í smá tíma og kobla mig út úr stressinu og bílívjúmí vikan á Jótlandi verður ekkert sumarFRÍ. Búið að lofa ungviðinu bæði Legolandi, Sommerland og Givskud Zoo. Fyrir utan þessa viku er ekkert búið að skipuleggja meira af fríinu en ef maður ætlar að fá far með ferjum og sumarhús á sæmilegu verði er það núna sem maður verður að ákveða sig. Norðmenn eiga eftir að ferðast meira um norðurlöndin í ár en önnur ár vegna kreppu og þá flykkjast allir til DK í von um betra veður og ódýrari bjór. Hann er það nú ekkert lengur, það er bara svo hyggelig i Danmark. Búin að ákveða að kaupa súkkulaði álegg, svona plötur eins og við borðuðum á rúgbrauð meðan ég bjó þar. Það er svo gott saman. Mikilvægt að skipuleggja svona hluti ! Svo ætla ég líka að vera brún og líta út eins og fyrirsæta - ekki Kate Moss samt. Mér hefur aldrei fundist hún flott eða falleg.

Merkilegt að ég hef aldrei neitt að segja en þegar ég kemst í gang þá er ég alveg óstöðvandi, það sem er hægt að blaðra um allt og ekkert. það kjaftar á manni hver tuska. Hvernig ætli ég verði þegar ég verð búin með þessa flösku !!!

Jæja þá er komið að rólega lagi vikunnar. Búið að vera uppáhaldslagið frá það kom út, verð svo vær þegar ég heyri það.( Vissir þú að þetta lag kom út á Agnetha Faltskogplötu(cd) úr Abba hér áður fyrr? - já svona veit ég mikið).



Gleðilega helgi.

4 ummæli:

Oskarara sagði...

Þurfum einhverntíman að koma til ykkar í spes skíðaferð, svona þegar það kostar ekki fáránlega margar íslenskar krónur.

Nafnlaus sagði...

Alltaf gaman að lesa bloggið þitt :)

Nafnlaus sagði...

jæja ætli sé ekki loksins komin tími á að skilja eftir spor.
Magnað að Bjarni sé búinn að stela föstudagslags-hugmyndinni þá fæ ég tvö lög að hlusta á :-)
kveðjur í kotið
Ragnhildur

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Ég man eftir gleðinni sem reið um frystihúsið þegar loksins var hægt að ná Bylgjunni í eyrnartólnum. Það stytti daginn ansi mikið:)