Nokkru fyrir jól rakst ég inn á blogg á mogganum. Þar skrifaði íslensk kona búsett í bandaríkjunum, einhleyp og barnslaus. Hún var búin að ákveða að binda enda á líf sitt á aðfangadag vegna lífsleiða og vöntunar á einhverju að lifa fyrir. Hún var búin að selja hús sitt og hætt að vinna og flutt á gistiheimili í annari borg. Ég verð nú að viðurkenna að ég varð smá forvitin og las þetta blogg því það er ekki á hverjum degi að fólk skipuleggur brottför sína svona vel og kýs að skrifa um það á opinberum vettvangi en þar sem ég er frekar tortryggin var ég ekkert viss um hvort ég ætti að trúa þessum skrifum en sá samt enga ástæðu til að gera það ekki.
Á meðan hún var að bíða eftir að dagurinn rynni upp(og það var nú töluvert langt í hann) hitti hún mann sem hún svaf hjá og skrifaði eitthvað um það. Hún hélt svo áfram að skrifa og fór að skrifa um barnsæsku sína en hún hafði alist upp hjá fósturforeldrum sem voru vond við hana en höfðu svo framið sjálfsmorð bæði tvö - saman. Svo fór hún að leita að alvöru foreldrum sínum og fann að lokum afa sinn sem sagði henni hvernig kom til þess að hún endaði í fóstri. Kom í ljós á endanum að alvöru foreldrar hennar höfðu drepið fósturforeldrana og stungið af og engin komist að neinu. Þegar hér var komið til sögu var ég orðin ansi viss um að þetta væri allt saman spuni en ákvað nú að kíkja við aftur rétt fyrir jól til að sjá hvernig þetta blogg myndi enda.
Viti menn, kvöldið sem hún ætlaði að keyra á fyrirfram ákveðna staðinn sem hún ætlaði að enda líf sitt lenti hún í bílslysi og slasaðist og var lögð inn á spítala. Þar kom í ljós að hún væri ólétt! Hún hafði samband við þennan mann sem hún hafði sofið hjá og viti menn - hann var ófrjór og hélt ekki að hann gæti átt börn og í þokkabót var að skilja við konuna sína því hann var orðin ástfanginn af þessari konu. Og þegar maður hélt að þetta væri búið þá kom næsta, hún er ólétt af tvíburum. Hvað annað!
Í byrjun var fullt af fólki sem kommenteraði hjá henni og óskaði þess að hún myndi skifta um skoðun og vilja lifa og allt það, eftir jól fór ansi að fækka því mig grunar að ég sé ekki sú eina sem grunaði að þetta væri bara spennandi saga en samt er enn fólk sem er að kommentera og óska henni til hamingju með tvíbbana. Ég verð svona hálf óviss hvað mér á að finnast um að fólk skrifi á blogg á þennan hátt og lætur fólk trúa að þetta sé satt. Líkurnar á að þetta sé satt eru engar því að það er karlmaður skrifaður sem ábyrgðarmaður fyrir þessu bloggi og allir sem eru með íslenska kennitölu geta skráð sig svo ef þessi kona er raunveruleg ætti hún að geta skráð sig sjálf. Hvað finnst þér? Er í lagi að fólk skrifi skáldsögur á bloggi án þess að gera fólki grein fyrir að þetta sé skáldskapur.
Annars bara allt á kafi í snjó og virðist ekkert vera að hætta að snjóa. Snjó-ruslahaugar Oslóar eru að verða fullir en talið er að sá snjór sem er þar núna eigi ekki eftir að bráðna fyrr en með haustinu!Það er ekki lengur hægt að mæta bíl í götunni minni og bílastæðið fer óðum minnkandi. Orðin meterssnjór í garðinu hjá okkur. Þetta er orðið alveg ágætt í bili finnst mér. Erum annars að fara í hytte, vonandi verður enginn veikur í þetta skiftið. Orðin leið á veikindum en Baltasar varð aftur veikur síðustu helgi.
Og eitt enn. Hvernig stendur á því að íslensk vefblöð eru svo lengi að opna síðurnar sínar. Ég les vefblöð frá hinum norðurlöndunum daglega og engin eru svona "slow" eins og þau íslensku! Vísir fær netlesarann minn til að frjósa reglulega.
Lag vikunnar er gamalt og gott og söngvarinn eitthvað með bad hair day!
Góða helgi.
3 ummæli:
Mér finnst ekki í lagi að skrifa skáldskap en láta fólk halda að hann sé sannur. Það er ritfrelsi og allt það en siðferðið verður að ráða líka. Utan á bókum stendur að sagan sé ævisaga,skáldsaga eða eitthvað þvíumlíkt og finnst mér að það ætti að vera í þessum tilvikum líka.
Vonandi fer veðrið að batna hjá ykkur-þetta er leiðinlegt til lengar.
Góða helgi til ykkar.
Gott lag en sorry mér sýnist allar hafa bad hair day þarna og jafnvel ef betur er að gáð kannski var allt þetta tímabil einn slæmur dagur fyrir hár.
Verd ad segja ad mér finnst frekar ósmekklegt ad skrifa svona skáldskap og látast sem thad sé satt. En yfir i annad.
Vonandi var gaman hjá ykkur í " hytte" og vonandi vorudi öll frísk ;)
Kvedjur frá Svíanum
Skrifa ummæli