Magakveisa búin að herja á alla fjölskylduna síðan síðustu helgi, fyrst krakkarnir svo húsbandið og svo ég. Upp og niður út og suður og allt það.Versta sem ég veit. Við áttum að fara í hytte um helgina en verðum að sjá hvernig fer með þá ferð því gestgjafinn er búin að liggja með flensu alla vikuna og ég er ekki beint í toppformi. Kannski að það sé í lagi því það er svo hræðilega kallt hérna þessa dagana. Í gær þegar Saga fór í skólann sýndi mælirinn -20 gráður þar og það átti að vera skíðadagur. Þau fóru út en ekki fyrr en um 11 leitið því það var bara of kallt. Þegar er svona kallt frýs í nefinu á manni,maður fær hreinlega með grýlukerti í nös!Ekki á hverjum degi sem það gerist. JC var úti í garði síðustu helgi að saga greinar á stóra trénu okkar sem höfðu brotnað undan sjóþunga og hann óð snjó upp á mið læri. Á sama tíma var 52 stiga hiti í Ástralíu þar sem mágkona mín bjó en hún flutti heim í janúar. Held að 20 stiga frost sé þá betra, get ekki ímyndað mér hvernig 52 stiga hiti er.
Ég lærði nýtt orð í vikunni. Kameltá. Bjarni gamli granni kenndi mér það.Komst að því að ég hef afklæmst all verulega síðan ég flutti frá Íslandi.
Annars er orðið erfiðara og erfiðara að finna lag vikunar því youtube er farin að loka fyrir að maður leggi út fullt af lögum, eða svo er ekkert hljóð á þeim eða svo er ekki hægt að horfa á lögin í þessu og hinu landinu. Ferlega pirrandi.Þegar ég heyrði þetta lag aftur eftir mörg ár var ég alveg hissa að ég kunni tekstann enn og svo man ég ekki stundinni lengur hvað ég gerði í síðustu viku eða bara í gær!
Gæða helgi.
4 ummæli:
Hæ Helga mín. já ég veit, ég er búin að vera óvenju löt við tölvuna síðustu vikur. Það er samt alltaf jafn gaman að lesa pistlana þína. Frábærar myndir af Sögu hérna fyrir neðan (í óperunni)Hún er náttúrulega bara flottust. kær kv. Anna
Verð að koma til ykkar í alvöru snjó, gönguskíði og svol, næsta vetur!!!!!!!1
HEHE það verður að halda þér við efnið Helga Dís mín, það dugar ekki að þú sért að veslast upp þarna í þessum málaflokki
Bjarni
Vonandi er ykkur batnad, thad er ekkert verra en magaveiki :o
Skrifa ummæli