Fékk uppsagnarbréfið á miðvikudaginn. Er með þriggja mánaðar uppsagnarfrest svo að ég vinn út júní og fer svo í sumarfrí og hversu langt það verður veit ég ekki. Nú fer ég að byrja á fullu að hafa samband við atvinnumiðlanir og skoða vinnustaði sem ég gæti hugsað mér að senda umsóknir til. Já lífið er ekki bara dans á rósum.
Þetta var semsagt frétt vikunar. Annars bara voða lítið að segja, er ekkert ægilega frjó í hugsun þessa dagana, er svo mikið að hugsa um framtíðina og hvað sé best fyrir mig að gera og svo verð ég nú að viðurkenna að ég er ægilega lítið spennt í vinnunni!!! Skil ekki að það sé hægt að ætlast til að ég eigi að byrja á nýjum verkefnum og klára þau áður en ég hætti og vinna við þau af fullum krafti. Er ekki alveg að fatta þann hugsunargang. Andlega er ég hætt og eiginlega byrjuð í annari vinnu sem ég á bara eftir að finna. Það tekur tíma en ég er búin að segja að fyrst fór svona á ég eftir að nota hluta vinnuvikunar í vinnuleit og þeir eru svo sem alveg jákvæðir yfir því en frjó í hugsum er ég semsagt ekki og þeir fá trúlega engar góðar hugmyndir frá mér þetta vorið. Verða að hósta þeim upp sjálfir.
Annars farin að hlakka til að það komi vor. Farið að örla á því, sól og 8-9 stiga hiti á daginn en frost á nóttunni. Snjórinn verður kannski farin í byrjun maí. Svei mér þá eftir svona vetur gleymir maður hvernig lífið er án sjó. Svo er brjálað að gera við Dissimils æfingar svo að mitt líf snýst um það þessa dagana.
Lag vikunar er gott lag, ekki beint sama feelgood og lagið í síðustu viku og kannski ekki eins góðar minningar tengdar því heldur. Komst að því að gamall vinur minn hafði tekið mig út af facebook listanum sínum þessa vikuna og ekki nóg með það, hann hafði líka fjarlægt einn dana sem var hans besti vinur þegar við bjuggum öll í Köben. Þetta lag minnir mig alltaf á þennan gamla vin minn en það er nú bara þannig að ekki allir velja sömu leið í lífinu. Þegar við vorum vinir valdi hann leið sem ég og fleiri af hans gömlu vinum áttum erfitt með að sætta okkur við og þar af leiðandi hættu margir að hafa samband við hann. Kannski var það þessvegna sem hann fjarlægði okkur af facebook listanum sínum, sár og svekktur út í fortíðina eða kannski er hann enn í sömu sporunum. Ég vona að hann sé bara sár og svekktur út í okkur en hafi fundið rétta leið í lífinu. Ég á trúlega aldrei eftir að komast að því en þetta lag tileinka ég þessum gamla vini mínum.
Have a nice weekend.
4 ummæli:
Mikið óska ég þess að þú finnir góða vinnu þar sem þú verður ánægð og nei, ég skil ekki þennan hugsunargang með að byrja á nýjum verkefnum heldur..nota þig alveg þar til þú hættir kannski?
En ég óska þér góðs föstudags:)
Hæhæ skvís...bara svona að kvitta fyrir mig. Auðvita finnurðu vinnu sem er perfect fyrir þig,bara spurning hvenær sko:)
Flott lag,var alveg búin að týna því!
Dríf;)
Alltaf að gera sitt besta sys, skil þig nú samt.
Svekkjandi að fá uppsagnarbréf trúi ég, vonandi gengur þér vel að finna eitthvað annað.
Skrifa ummæli