27.3.09

Þegar einar dyr lokast...

opnast aðrar. Það eru orð að sönnu. Haldið þið ekki að mín sé komin með nýja vinnu. Hef nú ekkert verið mikið að segja frá því en ég er semsagt búin að vera í rosa ferli síðustu 4 vikur. Vikuna áður en mér var tilkynnt að mér yrði sagt upp sótti ég um vinnu hjá If sem er eitt stærsta tryggingarfyrirtæki norðurlanda en þeir eru með innanhús auglýsingastofu og voru að auglýsa eftir vefhönnuði. Ég var kölluð í viðtal 2 dögum eftir að ég fékk að vita að mér yrði sagt upp, á eftir fylgdi svo persónuleikapróf og fleiri viðtöl. Talaði samtals við 6 persónur áður en þeir svo tóku ákvörðun um að ráða mig. Byrja 1. maí. Ekki nóg með að þetta er miklu meira spennandi vinna en ég er í, svo er hún betur borguð og ég er ekki nema 15 mín með strætó í vinnuna og svo er húsbandið að vinna í húsinu við hliðina. Ég er svo glöð. En ég hefði semsagt skift um vinnu þótt ég hefði ekki verið sagt upp.

Ekki nóg með þetta, ónei. Saga er komin með nýjan stuðningsfulltrúa. Kona á mínum aldri sem á börn sem eru 9 og 11 ára. Þessi kona vinnur á hvíldarheimili fyrir fötluð börn og langaði svo að vinna með barni með down. Hún býr á bóndabæ og er með shetlands pony, hund, 2 rottur og svo eru fullt af beljum þarna líka. Og þessi bær er ekki nema 10 akstur frá þar sem við búum. Hélt ekki að við gætum verið svona heppin. Núna bara vona ég að hún endist eitthvað. Gaman fyrir Sögu að geta heimsótt hana 1 eftirmiðdag á viku og fara á hestbak og mokað skít, leikið við börnin hennar og hundinn og rotturnar. Frábært.

Og ekki er allt búið enn. Nú er aftur farið að snjóa og það mikið - frábært! Ég sem var farin að vera hrædd um að við fengjum vor og sumar í ár. Nei það verður bara vetur allt þetta ár og mér finnst það æði. Það verður svo gaman að fara í 17 júní skrúðgönguna í ár á gönguskíðum. Jibbý fyrir vetrinum!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Já svona er gaman að vera til stundum.Og afþví það er svo gaman hjá mér núna tek ég mér örlitla pásu á rólegheitunum og tek nokkur lauflétt danspor með þessum gamla kappa.




Góða helgi.

11 ummæli:

Nafnlaus sagði...

en gaman fyrir thig, til hamingju med nýju vinnuna :)Hafdu thad gott um helgina!
Hälsningar från snö Sverige :)

Nafnlaus sagði...

Þetta eru góðar og gleðilegar fréttir Helga mín. Kær kveðja í veturinn, Gulla Hestnes

Álfheiður sagði...

En frábærar fréttir allar saman. Til lukku með þetta og hafið það gott í snjónum :o)

Oskarara sagði...

El grande!!!!Allt að gerast í Norge greinilega. Biðjum að heilsa familýunnni....Heyrði að þú ætlaðir kannski að koma í sumar, það yrði nú gaman

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Ég stend upp og klappa fyrir þér-tek ofan líka:) Til hamingju með þetta Helga mín, frábærar fréttir bæði fyrir þig og Sögu og auðvitað smitast svo gleðin á mennina í familýunni þannig að það verður yfirdrifin hamingja í húsinu ykkar:)Frábært!Hentu bara snjóbolta í veturinn:)

Unknown sagði...

Æðislegar fréttir elsku Helga mín samgleðst ykkur Sögu ....gamalt og hressandi lag, stóðst ekki að hækka og taka nokkur spor,þetta er nú einu sinni einn af "mínum"músíkgaurum úr den :o)
Love u Dríf.

Unknown sagði...

Innilega til hamingju frábært

Nafnlaus sagði...

Flott hjá þér ... og Sögu.

Guðrún-Deutschland

Nafnlaus sagði...

Bara snilld!
Til hamingju með þetta:o)
KV Ólöf

Iris Heidur sagði...

Þú ert ekki lengi að þessu góða mín...til lukku!! Frábært hvað veturinn ætlar að staldra við lengi...hér í RVK snjóar einmitt líka. Þetta er bara æði :) hehe...

Aldís sagði...

Til lukku með nýju vinnuna og nýja stuðningsfulltrúann fyrir Sögu :-)
Gaman að sjá hvað það gengur vel hjá ykkur. Hérna snjóaði líka og það er svooo fallegt úti. Þið verðið að kíkja í heimsókn við tækifæri. Klem frá Lier