17.3.09

Hvernig má panta pizzu og hafa gaman af..

Hvað er betra á þessum síðustu og verstu tímum að grínast smá í drengstaulanum/stúlklukindinni sem vinnur við að taka pizzapantanir hjá þínum uppáhalds pizzastað. Hér eru nokkur góð ráð til að gera pizzu-pöntun skemmtilegri(fyrir þig).

Ef þú ert með tónvals-síma, þá skaltu ýta af og til á takkana. Biddu síðan manneskjuna sem er að taka við pöntuninni um að hætta þessu.

Notaðu "ýkt" mikið slangur þegar þú pantar pizzuna. ("Meikaðu eina þokkalega feita slæsu með plenty tjís á kantinum ..")

Segðu þeim að senda pizzuna, og spurðu hvort að sendillinn geti komið við á Macdonalds fyrir þig og tekið einn "Big Mac" með fyrir þig í leiðinni.

Ljúktu símtalinu með því að segja: "Mundu .. að við áttum aldrei þetta samtal."

Segðu þeim sem að tekur pöntunina að samkeppnisaðilinn sé á hinni línunni og þú ætlir að taka besta boðinu.

Svaraðu þeirra spurningum með spurningum.

Með mjög blásandi röddu .. segðu þeim að þér sé skítsama um alla næringu og heilsufæði .. þú viljir bara eitthvað hrrrrikalega fitandi.

Segðu þeim að þú viljir hafa skorpuna ofaná í þetta skiptið.

Syngdu pöntunina við eitthvað gott Metallica lag.

Ekki segja hvað þú viljir á pizzuna - heldur skaltu stafa það.

Talaðu mjög smámælt þegar þú segir "sósa" og "ostur" .

Stamaðu á öllum "p" orðum.

Ef þú hringir í Pizza 67 skaltu spyrja hvort viðkomandi viti hvaða tilboð Hrói Höttur er með .... (og öfugt).

Spurðu viðkomandi hvernig hann sé klæddur.

Láttu braka í puttunum á þér þegar þú talar (nálægt símtólinu)

Segðu "halló" ... síðan skaltu þykjast vera undrandi og soldið ruglaður í svona fimm sekúndur .. og láttu síðan líta út fyrir að þau hafi hringt í þig.

Bunaðu út úr þér pöntununni. Ef þau spyrja hvort þú viljir gos með þessu, þá skaltu "panikera" og verða utan við þig.

Búðu til lista yfir mjög framandi álegg. Pantaðu þau sem álegg.

Skiptu um hreim á þriggja sekúndna fresti.

Pantaðu 52 pepperoni sneiðar og láttu raða þeim í blómamynstur á pizzuna.

Láttu sem þú þekkir viðkomandi: "Bíddu ... vorum við ekki saman í Vatnaskógi?"

Byrjaðu pöntunina á því að segja "Ééééég æææætla að fáááá ............" bíddu í smástund, sláðu þig þá í framan og segðu "NEI .. ég ætla ekki að fá það"

Reyndu að leigja þér pizzu.

Spurðu hvort þú megir eiga pizza kassann. Þegar þau segja "já" skaltu þykjast verða rosalega feginn.

Settu ákveðna áherslu á endann á öllum orðum. T.d. "i" í pepperoni .... (Prófaðu ....)

Þegar þú ert spurður hvernig þú viljir pizzuna .. segðu þá "Shaken .. not stirred".


Færðu tólið alltaf lengra og lengra frá eftir því sem líður á samtalið. Í lok símtalsins skaltu færa það snöggt til baka og öskra "BLESSSSS ......." af öllum lífs og sálarkröftum.

Biddu þau um að dobbel tékka á því hvort pizzan sé ekki örugglega dauð þegar hún kemur úr ofninum.

Hermdu eftir röddinni á þeim sem tekur við pöntuninni.

Útilokaðu öll sagnorð þegar þú pantar.

Þegar þú ert spurður "Hvað viltu?" Segðu þá ... "Ehh .. ertu að meina núna .... eða á pizzuna?"

Spilaðu country tónlist á bakvið og talaðu með mjög ýktum western hreim.

Skemmtu þeim sem að tekur við pöntuninni með lítt þekktum staðreyndum úr Country-tónlistar heiminum.

Talaðu stjórnmálalega, og biddu um uppreiknað verð pizzunnar með tilliti til flatra ríkisbundinna vaxta.

Pantaðu sneið .. ekki heila pizzu.

Farðu að hrjóta örlítið í miðri pöntun ... síðan skaltu hrökkva við og segja "Hvar var ég .... hver ert þú?"

Sálgreindu þann sem tekur við pöntuninni.

Pantaðu einhver tvö álegg .. segðu síðan "Nei .. bíddu aðeins .. þau lenda alltaf í slag."

Hringdu og kvartaðu undan þjónustunni. Hringdu 5 mínútum síðar og afsakaðu þig með því að þú hafir verið fullur og ekki meint neitt með þessu.

Notaðu upphrópanir eins og: "Jeremías minn einasti .. " og "Hjálpi mér allir heilagir .."

Biddu um þann sem tók pöntunina þína síðast afþví að "hann skilur mig".

Hugsaðu upphátt um hluti einsog "Þvílík nasahár .. ég ætti að gera eitthvað í þessu".

Spurðu hvort að þetta sé lífrænt ræktuð pizza.

Fáðu upplýsingar um viðhalds og varahlutaþjónustu við pizzuna.

Ef þú ert með tónvalssíma ... ýttu þá á 9-1-1 á 5 sekúndna fresti.

Byrjaðu samtalið á því að segja dagsetninguna og tímann og segðu síðan "Þetta er líklega síðasta pöntunin mín ........"

Pantaðu .. og segðu síðan að þetta samband ykkar komi ekki til með að ná lengra en þetta.

Segðu "Ksssssssssssssssssssssht" frekar hátt í símann ... og síðan "Wowwww .... fannstu fyrir þessu".

Lærðu að spila blús riff á munnhörpu .. stoppaðu reglulega til að spila riffið.

Spurðu hvort að viðkomandi vilji smakka pizzuna þína .. og hvort þú megir smakka uppáhaldstegundina hans.

Hermdu eftir Davíð Oddssyni og segðu að þú viljir ekki að einhver "pizzu-krakka-bólu-fésa-auli fokki upp pöntunninni".

Settu þau á "hold"

Byrjaðu á því að panta sveppi ... í lokin skaltu segja "Og alls enga sveppi". Skelltu á áður en þú færð viðbrögð.

Þegar þau segja verðið, skaltu segja "Whooo ... þetta hljómar alltof flókið .. ég kann ekkert í stærðfræði".

Prúttaðu.

Biddu um tveggja tommu pizzu.

Meðan þú pantar ... skaltu fara í mútur .. skipta oft um rödd .. og verða vandræðalegur.

Láttu mynd með góðu bílaeltingar atriði rúlla í vídeóinu og stilttu hljóðið frekar hátt. Þegar skotið er úr byssu skaltu öskra "ÁÁÁ !!"

Biddu um gufusoðna pizzu.

Ef eitthvað af undanförnu er hafnað af pizza staðnum, segðu þá væminni röddu "Þeir á hinum pizza staðnum leyfa mér alltaf að gera þetta."

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ha ha ha ha gott ad byrja daginn med smá skemmtun :)

Ameríkufari segir fréttir sagði...

HAHAHAHA-góður