17.4.09

Hugsar hver um sig, þú sagðir bless við mig.

Síðustu getraun vann hún Ellen hálffrænka mín í Svíþjóð en hún er svo heppin að vera 2 timum á undan þeim sem eru á Íslandi (en svona ykkur til fróðleiks á hún líka stelpu sem heitir Saga)!! Að sjálfsögðu fær hún vegleg verðlaun en þau eru að velja fyrsta stuðlag ársins sem verður lag vikunnar í næstu viku!! Hversu heppin er hægt að vera ?

Annars bara allt í ljómarjóma hér í landinu sem snjórinn er loksins að kveðja. Páskarnir voru haldnir í Svíþjóð og þar var þetta fína veður og maður hreinlega þyngdist um 15 kíló á 3 dögum - eða svoleiðis. Krakkarnir úti að leika sér og við örkuðum milli fjalls og fjöru daglega. Fórum í smá shopping til Karlstad og keyptum vín og mat og húsbandið keypti sér Miami Vice jakka í H&M og boli í stíl og var með þriggja daga brodda. what a stud! Ég hinsvegar keypti mér ekkert þar sem ég hafði verslað mér smá vikuna á undan. Rautt veski takk fyrir. Vissi ekki að ég hefði þetta í mér, ég sem bara á svört föt og svört og brún veski! Hárautt takk fyrir. Maður er farin að verða glannalegur svona á efri árum.

Komum heim frá Svíþjóð með eitt stykki hljómborð í farangrinum. Svo ódýrt að versla á netinu og láta senda þangað og sleppa að borga tolla og skatta og álíka sem maður gerir hér. Á sunnudagskvöldið sátum við Baltasar fyrir framan eldgömul nótnabækurnar mínar og ég kenndi honum fyrstu tvær nóturnar og svei mér þá, á augabragði breyttist ég í alla "leiðinlegu" píanókennarana sem ég hafði sem barn og alltaf voru að tönglast á fingrasetningu. Þarna sat ég og skipaði Baltasar að nota rétta fingur(miklu betra að læra það strax sagði ég) og ekki láta fingurnar hanga svona og réttu úr bakinu , upp með olnbogana og jadajadajada. Ég var eins og bergmál úr fortíðinni og það er nú alveg á tæru að þetta tuð í þessum "leiðinlegu" kennurum hefur síast inn með tíð og tíma fyrst ég kann þetta svona vel þrátt fyrir að ekki hafa spilað nótu síðan ég var 14 ára. En núna ég ætla að fjárfesta í nokkrum nótnaheftum og fara að rifja upp smá sjálf. Fínir kennarar annars(svona fyrir utan þetta tuð)! Gulla að sjálfsögðu,Egill hét einn,búin að gleyma einni en man aðra en það var hún skyggna Erla sem sér álfa. Man hvað hún var með stórar hendur og vá hvað ég er fegin að ég ekki vissi að hún væri skyggn á þeim tíma. Þegar ég var að vinna í ísbúðinni við Hagaskóla mörgum árum seinna kom hún oft þangað og þarna vissi ég semsagt að hún væri skyggn og ég fór alltaf alveg í pat þegar hún kom inn því ég var svo hrædd um að hún sæi fullt af dánu fólki og álfa og huldufólk hjá mér. Gat aldrei horft í augun á henni. Stress dauðans!

Lag vikunnar,síðasta mjög rólega lagið á þessu misseri. Frá einum uppáhalds diski og er eitt af mínum uppáhalds lögum ever.Tær snilld.



Gleðilega helgi.

Getraun:
Hver veit úr hvaða lagi þessi titill er og hver er flytjandinn. Til að gera það auðvelt má hafa í huga að ég hef ekki búið á íslandi síðan 1992 svo að líkurnar á að ég velji teksta úr nýju lagi eru ansi litlar.

4 ummæli:

Álfheiður sagði...

Sönn ást eftir Magnús Eiríksson

Get ekki verið minni manneskja en Ellen frænka :o)

Álfheiður sagði...

úps ... gleymdi flytjandanum ... Mannakorn

Nafnlaus sagði...

Já mín kæra, fingrasetning er sko nauðsynleg. Er enn að tuða um hana! Gangi ykkur stráksa vel, og kynntu hana frú fingró fyrir Sögu líka ef hún hefur áhuga. Kærust í bæinn. Gulla

ellen sagði...

ha ha ha eins gott ad Àlfheidur gat thetta svo vid höldum thessu nú innan fjölskyldunnar ;)
Hafdi bara ekki hugmynd um lagid thessa vikuna.
En núna hef ég ekki tíma til ad skrifa meira verd ad fara ad hugsa um lag fyrir naestu viku.... ;)