15.5.09

Þetta er blús. Svona er lífið. Ég fíla mig í sukkinu en samt ekki grimmt

Einhverjir eru búnir að vera að spyrja um hvaða vinnu ég er komin með. Ég er komin með vinnu hjá If Inhouse sem vefhönnuður. If Inhouse er auglýsingastofa sem er í eigu og rekin af If sem er ein af stærstu tryggingarstofnunum skandinavíu. Í allt vinna um 6 þús manns hjá If, deilt á norðulöndin og Baltikum og eitthvað í rússlandi. Í húsinu sem ég vinn erum 700 manns svo að þetta er risa fyrirtæki. Svo stórt að hér er eigin líkamsrækt með föstum tímum(spinning t. d) sem hægt er að fara í innan vinnutímans,eigin listaklúbbur sem fer í listaferðir erlendis, lítið kaffihús hér í húsinu og ég veit ekki hvað. Er ekki búin að komast að öllu. Ég er að vinna með 5 öðrum, einn vefhönnuður, 3 grafískir hönnuðir og svo teksta og verkefnastjórar. Mjög fínt fólk svona við fyrstu kynni. Flest á milli 35-40 svo að þetta eru ekki bara unglingar. Ég get allavegna sagt að ég er orðin tryggð í bak og fyrir eftir að hafa byrjað hér. Mér finnst eins og ég sé komin í fyrstu fullorðinsvinnuna mína!

Ef það hefur farið fram hjá einhverjum þá er júróvisjon á laugardaginn. þetta verður í fyrsta skifti að krakkarnir fá að horfa, allavegna svona eitthvað fram eftir en við fáum gesti í mat og gláp. Held að í þetta sinn haldi ég með norðmönnum, gerði það að vísu líka í fyrra. Mér finnst íslenska lagið ekkert sérstakt í ár. Var þó skárra í fyrra þótt það sé ekki beint lag sem ég nenni að hlusta á heima hjá mér en mér fannst norska lagið í fyrra mjög fínt.

Annars er þjóðhátíðardagur norðmanna á sunnudaginn. Baltasar verður í bunad í fyrsta skifti(þ.e.a.s ef ég finn bunadssokka!) en það er þjóðbúningur og nánast allir klæðast svoleiðis á þessum degi. Hann fékk einn slíkan frá frænda sínum í arf og núna passar búningurinn. Ég var nú eitthvað efins að hann vildi vera í þessu en honum fannst bara kúl að vera klæddur eins og hobbit! Og spurði svo hvort hann gæti verið á skeitbordinu sínu á þjóðhátíðardaginn. Aldrei séð dreng í þjóðbúning á bretti áður en einhverntíma verður allt fyrst.

Það var mín kæra vinkona Drífa sem vann getraunina þessa vikuna. Að sjálfsögðu þekkir hún Mannakorn. Hún er ekki búin að velja lag en ég valdi eitt handa henni.Hún er ein af þeim á fullt af lögum í mínum huga og þar af leiðandi erfitt að finna eitt lag. Ég veit eiginlega ekki afhverju þetta lag minnir mig á hana, kannski hún man það og kannski kannast hún bara ekkert við þetta lag og ég bara í tómu rugli.



Góða helgi.

p.s Hvaða lag og flytjandi er um að ræða í dag?

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hann verdur flottur drengurinn í búningnum,og til hamingju med 17 mai,´Eg heja á Norge en líka á Island og Sverige.
Ingibjörg

ellen sagði...

veit ekker hvada lag thetta er, en segi eins og mamma finnst thessi 3 lönd med flottustu lögin í eurovision, aetli madur sé smá "partisk"? eda er thetta ekki annars mamma sem kvittadi fyrst, thad eru náttúrulega til fleiri Ingibjargir...
Hafid thad sem best um helgina og á thjódhátídardeginum 17 maí.
Kvedjur úr sólinni í Sverige

Unknown sagði...

Haha "hvað er að ske"með þeim geggjuðu Grýlum....Elsku Helga mín vel valið U2 lag"Party girl"var með fyrstu lögum U2 sem ég hélt uppá,svona fyrir utan þessi sem allir þekktu og voru á vinsældarlistunum...minnir á góða tíma t.d. útilegu í Skaftafell sumarið ´86 og auðvita risastóru ástina mína hann Krissa Krútt :0)
kv.Drífa

Nafnlaus sagði...

díííí
hvað ég er mikið ljóska, nú fatta ég þessa getraun, las þetta alltaf á hlaupum og skildi ekki hvar hún væri, vissi þó að hún gæti ekki verið þessi youtube bönd :)...
kv
Ella