22.5.09

Þú gafst mér skýin og fjöllin og Guð, til að styrkja mig

Venjulega gengur lífið sinn vanagang og maður er ekkert að spá í neinu, dagarnir bara þjóta framhjá og maður eldist og árin líða. Endrum og sinnum stoppar maður upp og spyr sig "hvernig endaði ég hér". Ekki miskilja mig, ég er ekkert óánægð með líf mitt, bara undra mig á því öðru hverju hvernig ég hef endað hér, í þessu húsi, með þessum manni í þessu landi og þessari vinnu. Aldrei hefði mig grunað á okkar Jans Chr. fyrstu mánuðum tilhugalífsins og jafnvel ári að við myndum enda saman, gifta okkur og flytja til Noregs með tvö börn, annað fatlað, eignast hús og bíl og allt það. Hefði einhver sagt mér það í byrjun okkar sambands hefði ég hlegið mig máttlausa en ég má þakka Jenný vinkonu minni fyrir karlinn því hún nánast bauð mér á fyrsta stefnumótið okkar, eða allavegna sá til þess að mér yrði boðið.En svona til að vera hreinskilin gaf ég ekki okkar sambandi langt líf því fyrsta árið var bölvað streð,annað aðeins skárra en fór batnandi og hér erum við 15 árum seinna. Enn saman og bara ánægð enn. Auðvitað gætum við verið meira rómó og allt það. En svona í hnotskurn held ég að við höfum það bara fínt miða við svo marga aðra, rífumst ekki oft, ekki alvarlega allavegna og höfum svipaðar skoðanir á því sem skiftir máli. Erum góðir félagar og okkur semur bara þokkalega en höfum eins og flest önnur pör málefni sem við erum ósammála um en erum orðin sammála um að vera ósammála og ræðum það ekkert frekar þar sem það leiðir ekki til neins ( eins og mikilvægi fótbollta í eins lífi!). En allavegna þá verð ég stundum hissa á að ég hafi búið svona lengi erlendis, langt frá fjölskyldu og vinum og hissa á að ég sé ekki löngu flutt heim. Ekki það að Ísland sé beint lokkandi þessa dagana. Veit eiginlega ekki hvað ég vill með þessu en eitt er víst og satt sem John Lennon sagði svo vel á engilsaxneskri tungu "Life is what happens to you while you're busy making other plans". Mikið var það satt hjá honum. Fyrir utan það að ég geri mjög sjaldan áætlanir, ég bara berst með straumnum.

Annars bara fínt, gaman í nýju vinnunni fyrir utan eitt. Fíla ekki þessa unisex klósettastefnu sem maður hefur þar. Mjög svo Ally McBeal en ekki minn stíll at all. Skil ekki svona, gef skít í femínístana ef þetta er eitthvað sem þær hafa haldið að væri eitthvað jafnrétti. Ellers takk segi ég nú bara.

Hefði aldrei spáð íslandi 2. sæti í júró svona við fyrstu hlustun. Fannst þetta lag hálf leiðinlegt en hún söng nú samt eins og engill og jafn falleg líka en eftir að hafa horft á öll hin skildi ég betur að þetta lag komst svo hátt. Svei mér þá ef austur evrópa og þýskaland og Grikkland ættu ekki bara að slá sig saman næsta ár og senda eitt lag með sama flytjanda. Myndi ekki skifta máli, allt sama draslið. Jísus. Ekki orð um það meir.

Lag vikunnar er tileinkað húsbandinu sem hefur endst í 15 ár. Hlustuðum mikið á þetta lag fyrsta sumarið okkar saman. Eitt skemmtilegasta sumar sem ég hef lifað. Grunar að Begga vinkona sé sammála mér þar. Lög gerast ekki sumarlegri en þetta í mínum heimi.Gísli Eiríkur Helgi.

.p.s Drífa vann aftur en hefur ekki innheimt verðlaun.

4 ummæli:

ellen sagði...

vissi ekkert hvada lag thetta var svo ég "googladi" thad en er engu naer.....
ég spyr sjálfa mig einmitt sömu spurningar um thetta ad hafa búid svona lengi í "útlöndum" og verd ad vidurkenna ad ég fae meiri heimthrá med hverju árinu sem lídur en langar samt ekki ad flytja til Ìslands....

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Góður pistill Helga.Ég vissi alltaf innst inni að ég myndi enda einhversstaðar annarsstaðar en á Íslandi og sé mig ekki flytja heim á ný,alls ekki strax allavega.
Góða helgi:)

Nafnlaus sagði...

Já Helga mín, lífið er óútreiknanlegt. Það er gott að geta fylgst með þér. Þökk sé tækninni. Gulla Hestnes

Nafnlaus sagði...

hæpæ hefur engin eins gaman af þesum getraunum eins og ég eða hvað???Annars elsku Helga mín þá er alltaf jafn gaman að lesa pistlana þína...þú ert rík dama, ekki hægt að segja annað, átt þína yndislegu fjölskyldu og já vinnu´,hús og bíl...enn í úttlandinu:0)...15ár hvað,manni bara bregður,eins og þú veist mín kæra staðnaði ég í hérumbil öllu fyrir aldamót þannig að ég þarf að lesa um hvað árin hafa liðið í vinkonubloggi lol ég sem opna orðið tölvuna ca 2xviku (nú skilja allir þetta með stöðnunina)ennnn....getraunin góða, hápunktur vikunar hjá mér, "Ragnheiður Gröndal" og hmmm...frekar nýlegt fyrir minn haus,"Ást" er titillinn! Snilldarrödd sem þessi stelpa hefur!!! já, þetta með að velja lag...setur mig auðvita alveg á hliðina,magnast upp valkvíðinn, þú búin að spila my Quincy nýlega þannig aaaað George Michael skal það vera með lagið You've Changed frábært lag af yndislegri plötu...túrilú Drífus