7.5.09

Vetur kemur og vetur fer en alltaf vorar í sálinni á mér

Núna ætla ég að vera stuttorð aldrei þessu vant. Byrjaði í nýrri vinnu á mánudaginn og þar af leiðandi mikið að gera. Félagslífið hjá börnunum heldur virkt líka þessa dagana svo að ég geri lítið nema vinna og fara í afmæli og diskótek með dóttur minni. Skrifa meira þegar verður aðeins minna að gera.Er að fara í veislu með vinnunni, 10 ára afmæli fyrirækisins(er að vinna hér).Það hafa um 800 manns skráð sig í veisluna hér í bæ svo að þetta verður áhugavert!Held ekki að ég hafi farið í svona mannmarga veislu áður.

Lag vikunnar er samt ekki hægt að snuða fólk um og er það á léttari nótunum þessa vikuna. Pússaðu dansfótinn og taktu smá föstudagssnúning í tilefni dagsins.



góða helgi.

p.s enginn sigurvegari velur sér nein lög! koma nú.

4 ummæli:

ellen sagði...

ég bíd spennt eftir naestu getraun ad vinna ;)
Já og núna er sko vorid ad koma madur finnur thad á öllu sem er ad gerast med börnin og skólann er ekki maí alltaf fullbókadur??
hafdu thad gott um helgina og vonandi verdur gamna í veislunni !
Kvedjur fá Sverige:)

Nafnlaus sagði...

Hæ hvaða vinnu varstu að fá ?kv. Anna

Unknown sagði...

Hæhæ...Ef þú ert mér hjá,með Mannakorn skyldi ég ætla heillin:o)að sé svarið við getrauninni...
kv Drífa

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Vorið er komið hér loksins og mér líkar það vel.Var ekki gaman í veislunni? 800 manns,það er slatti!