26.6.09

Minning um mann

Ég verð einhvernveginn alltaf jafn hissa þegar frægt fólk deyr, ég veit ekki afhverju því ég geri mér grein fyrir að þetta fólk er dauðlegt eins og við hin venjulegu svo að mér brá við að lesa að Michael Jackson væri dáin. Það var hægt að segja ýmislegt um hann en það var ekki hægt að taka frá honum að hann var stórmenni innan poppheimsins. Já karl greyið, hann hefur trúlega ekki átt svo auðvelt líf þrátt fyrir frægð og frama. Frekar skrúaður. Annars man ég þegar Elvis dó og John Lennon og svo auðvitað Freddy Mercury. Rás 2 spilaði ekkert nema Queen lög í 2 heila daga en ég man það því ég var að vinna í síld og var með heyrnatól með útvarpi í og mér var komin með Queen ofan í kok. Heyrði 3 lög með Michael J í morgun svo að honum verður minnst í útvarpi og sjónvarpi og blöðum næstu daga. Að sjálfsögðu.


En núna skín sólin. LOKSINS. Búin að vera bongóblíða allal vikuna. Sat á miðvikudaginn í garðinum hjá yfirmanni mínum og borðaði krabba,bláskel og annað góðgæti úr hafinu og drakk kampavín. Stundum er lífið svo ljúft. Höfum setið úti á hverju kvöldi í nánast engu enda mjög heitt. Það var 29 stiga hiti þegar ég kom heim úr vinnunni í gær. Engin ástæða til að kvarta yfir neinu þá. I kvöld er það grill með nágrönnum, Mojito og chill og svo ströndin á morgun. Um að gera að safna smá b vítamínforða í sólinni.

Lag vikunnar ætti ekki að koma á óvart eftir atburði næturinnar. Hef aldrei valið lag með Michael á föstudögum, ekki af neinni sérstakri ástæðu. Hef bara ekki komist í það enn en geri það í dag til að minnast hans. Þetta lag var alltaf uppáhaldið. Ég var stödd á skólaballi í Nesjaskóla þegar ég heyrði það í fyrsta skifti. Man það svo vel því mér fannst það æði.Góða sumarhelgi.

2 ummæli:

ellen sagði...

já blessud sé minning hans, fannst hann alltaf gódur :) Uppáhaldslagid mitt var samt Thriller :)

Frábaert ad heyra ad thid séud ad njóta sama vedurs og vid, hafid thad sem best í blídunni!

Nafnlaus sagði...

Var í 29 gráðum í Atlavík í dag!!!!!!bara heitt.
Skari bró!