18.9.09

Ein vika

Já það er ekki nema ein vika í fyrirhugaða Íslandsför. Núna er maður farin að finna fyrir spenningi og smá kvíða. Málið er með svona hóp eins og Dissimilis að maður veit aldrei hvernir sýningarnar ganga. Yfirleitt ganga þær vel en stundum fer einhver þáttakandinn í baklás og þá ganga hlutirnir ekki eins og planlagt. Fyrst er verið að bjóða okkur þessa ferð með sýningu frá þessari norrænu nefnd og menntamálaráðuneytinu(eða kannski var það eitthvað annað!) þá vill maður að sjálfsögðu að liðið "value for money" eins og það heitir á fínni ensku.

Dagskráin er komin og verður byrjað á smá heimsókn í Bláa lónið, daginn eftir verður farið á Gullfoss, Geysi og Þingvelli og á sunnudeginum förum við í heimsókn á Sólheima í Grímsnesi. Þar verður okkur sýndur staðurinn og svo verðum við með workshop. Mánudagurinn er frír fram til kl 3 og eftir þann tíma fáum við aðgang að Borgaleikhúsinu þar sem verður general prufa en ég fer aftur á móti á ráðstefnuna sem er haldin í tengslum við þetta. Þar verður meðal annars fjallað um sýnileika og kynningu fatlaðra í fjölmiðlum og menningu í norrænum löndum. Stofnandi Dissimilis verður með innlegg í þessa umræðu og ég fer með sem túlkur. Þriðjudaginn fékk ég svo að skipuleggja og valdi ég "shopping" sem aðal tema :-D Semsagt frír dagur en ég ætla að skella mér á eina lopapeysu sem ég sá í sumar og svo verður að sjálfsögðu farið eitthvað í sund. Semsagt rosa prógramm.

Annars er þetta fína haustveður hér og búið að vera í 10 daga. Haustin eru oft fín hérna. Ég fór með krakkana á hitting hjá Þroskahjálp(þeirri norsku) sem var haldin í seli uppi í það sem er kallað Vestmarka. Það var 2 km ganga þangað upp frá bílastæðinu. Baltasar var á hjóli og í bakaleiðinni sem var niður í mót hjólaði hann á fullu niður að bílastæði og Saga gerði sér lítið fyrir og hljóp eftir honum alla leiðina. Ég reyndi að spretta úr spori líka og aðrar eins harðsperrur hef ég varla verið með. Var að vísu með bakpoka og fullt fang af fötum og drasli en sama. Saga blés varla úr nös og ekki hef ég heyrt um neinar harðsperrur þar. Þarf alveg greinilega að koma mér í betra form(ekki að það séu nein ný tíðindi).

Jæja pæja best að fara að vinna. Lag vikunar er gamall og góður diskóslagari frá mínum yngri árum. Maður verður nú að dilla sér smá þegar þetta lag er spilað.Frábæra helgi.

5 ummæli:

ellen sagði...

ha ha ha sé thig alveg í anda á hlaupum...
já thessu yndislega haustvedri hjá okkur er nú varla haegt ad kvarta yfir :)
Hafid thad gott á ìslandi og vonandi gengur allt vel!

Nafnlaus sagði...

Erum farinn að hlakka til að sjá ykkur. Þetta verður mikil menningaferð hjá okkur, eigum miða á kardimommubæinn á Sunnudeginum.

Nafnlaus sagði...

Skari bró!

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Elska þetta lag!

Íris Gísladóttir sagði...

Gangi Íslandsförin glimrandi vel.