11.9.09

Ilmurinn

Ég er með alveg hræðilega þróað lyktarskyn og ég meina hræðilega. Ég finn lyktir sem nánast ekkert annað fólk finnur. Ég tek strætó í vinnuna á hverjum morgni og þegar ég kem inn í bílinn byrja ég á því að skanna svæðið til að finna það fólk sem er líklegast til að lykta lítið. Ilmvötn þoli ég sértaklega illa, fæ mikinn hausverk og þar af leiðandi forðast ég að setjast hjá konum sem líta út fyrir að misnota ilmvötn. Sest helst ekki hjá konum en stundum neyðist ég til þess og það hefur leitt til þess að ég hef orðið að flytja mig og jafnvel standa ef er of mikil lykt af viðkomandi. Var að kaupa mér nýja sæng um daginn og kodda og það er svo mikil lykt af því að ég verð að viðra vel og lengi og sofa með opinn glugga. Húsbandið finnur ekki þessi lykt nema sem smá keim sem kemur af áklæðinu þar sem það er nýtt og enn smá stíft. Sama með ný föt. Plastlykt, fúalykt og ég tala nú ekki um svitalykt eða vonda ískápalykt. það er sko ekki tekið út með sældinni að vera með svona háþróað nef.

Núna er kóngulóatíminn hafinn. Þegar fer að hausta flykkjast þessi viðbjóðslegu dýr inn í hús. Ég veit ekkert afhverju. Sat og horfði á sjónvarpið eitt kvöldið og sá útundan mér kónguló á stærð við meðal mús skríða yfir gólfið. Það var gólað á húsbandið sem myrti kvikindið. Í morgun var ég svo að klæða mig í leggings og þegar ég fann einhvern hnúð á lærinu. Ég stakk hendinni niður í buxurnar til að athuga hvað þetta gæti verið og fingurinn varð hálf blautur og ég dró upp dauða kramda kónguló. Næs!

Annars allt við það sama. Mikið að gera í vinnunni en fer að róast um miðja næstu viku og það er ágætt. Veðrið í fínu skapi og búið að vera milli 17 og 20 stiga hiti og sól og ekki ætla ég að kvarta yfir því. Kveð að sinni.

Alltaf jafn gaman að velja lag vikunar. Vel eitt í rólegri kanntinum. Held ekki að ég hafi haft það áður.



Glóða helgi.

5 ummæli:

ellen sagði...

aetli thetta med lyktarskynid sé í hornfirskum genum, ég á vid sama vandamálid ad strída og mamma líka ;)

Iris Heidur sagði...

Þú hefur fengið þetta háþróaða lyktarskyn þar sem Óskar fékk ákaflega vanþróað lyktarskyn. Það er alltaf bara "hva´það er ekkert að þessu" sama hversu gamall maturinn er. Át brauð um daginn sem var farið að mygla....spurning um bragðskynið líka ;)...og jafnvel sjónina...

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Köngulær!!!já nei!

Nafnlaus sagði...

Hahhaha...kannast við þetta með lyktarskynið og hef oft lent í svipuðum uppákomum.
Köngulær eru samt fínar ef þær eru ekki að koma inn til að hlýja sér:o)
kv Ólöf

Nafnlaus sagði...

Skemmtileg lesning með lyktarskynið :) En köngulærnar, úff ég hefði tryllst ef þetta hefði komið fyrir mig! Bestu kveðjur af austan, Helga Dögg