16.10.09

Ég fylgist ágætlega með íslenskum fjölmiðlum og bloggum og umræðunni um kreppuna sem íslendingar eru að upplifa núna og þakka fyrir að ég aldrei flutti heim. Ástandið á Íslandi er alveg ferlegt og dapurt þegar fólk á erfitt með að ná endum saman og neyðist til að flýja land til að fá mannsæmandi líf. Ég las á einu blogginu að börn á Íslandi í dag eiga erfitt með að skilja að foreldrarnir þurfi að spara og þau ekki lengur fái merkjagallabuxur eða nýjan iPod og álíka. Ég hef oft síðustu ár tekið eftir því hvað börn og unglingar í dag eru farin að gera miklar kröfur. Auðvitað er það slæmt ef börn fái ekki mannsæmandi föt, skólabækur og hluti aðra nauðsynjavöru en merkjaföt og leikjatölvur flokkast ekki undir nauðsynjavörur hjá mér. Kannski það góða sem kemur úr þessari kreppu er kynslóð sem lærir nægjusemi og góða nýtingu. Finnst við lifa í allt of miklu "henda á haugana" samfélagi. Þetta gildir alls ekki bara um íslendinga og íslensk börn. Sama vandamál hér. Aldrei verið hent eins miklu af heimilistækjum, fötum osfr sem ekkert er að. Sjónvörp t.d eru orðin svona henda á haugana vara. Baltasar er hundfúll afþví hann fær ekki sjónvarp inn í herbergið sitt. Mér dettur ekki til hugar að kaupa sjónvarp handa 8 ára gömlum strák þegar við erum með 2 sjónvörp á heimilinu sem bæði virka ennþá. Hann vill líka tölvu. Fær hana þegar við kaupum okkur nýja tölvu, þá getur hann fengið okkar gömlu ef hún lifir svo lengi annars verður hann að bíða fram að fermingu. Ég kem úr fjölskyldu sem nýtti hlutina í botn og þá meina ég það í bókstaflegri merkingu. Við vorum eflaust sú fjölskylda á öllum norðurlöndunum sem fengu síðast litasjónvarp. Man ekki hvað ég var orðin gömul en ég var orðin unglingur, mæli kannski ekki endilega með svona mikilli nýtingu. Hægt að fara milliveginn.

Mágkona mín á unglingsstrák sem gengur aldrei í fötum frá H & M. Þetta er mál sem við erum orðnar sammála um að ekkert þýðir að ræða okkar á milli því ég fatta ekki svona snobb en henni finnst það alveg sjálfsagt að hann gangi í rándýrum fötum og við erum gjörsamlega ósammála í þessu máli. Fatta ekki svona. Flestir krakkar í dag eiga meira en nóg og það gildir líka um mín börn. Veit aldei hverju ég á að svara þegar fólk spyr hvað það eigi að gefa þeim í jóla og afmælisgjafir. Mér finnst þeim ekki vanta neitt, auðvitað koma tímabil þar sem þarf að kaupa nyja skauta og skíði og annað sem þau eru vaxin upp úr en leikföng eiga þau nóg af. Finns mér. Ekki viss um að þau séu sammála.

Mér finnst erfitt að kynna hugtök eins og þakklæti og nægjusemi þegar við lifum í samfélagi sem margir eiga mikið og sumir lítið en samt meira en fólk í svo mörgum öðrum löndum. Held að krakkar í dag haldi að það sé alveg sjálfsagt að þau eigi sem mest og fái sem mest. Ég er þakklát fyrir að hafa alist upp á tíma þar sem kröfurnar voru minni og samfélagið einfaldara á margan hátt. Er það bara ég sem hugsa svona?

Jæja best að hætta þessu röfli. Vinnuvikan alveg að verða búin. Var með stelpuafmæli í gær og prinsessan ægilega ánægð með veisluna. Verður fjölskylduveisla á sunnudaginn með hornunum hennar mömmu og heimsins bestu eplaköku.Hætt í bili.


Best að halda sig í gömlu deildinni um stund.



Glóða helgi.

11 ummæli:

ellen sagði...

ég er sko sammála thér, og svo held ég ad okkar fjölskylda hafi kannski verid enn seinni med litasjónvarpid ;)

Nafnlaus sagði...

Þetta er eitthvað sem ég get alveg tekið undir. Unglingurinn minn er að bíða eftir að fermast svo hún fái tölvu og/eða sjónvarp.
Man vel þegar ég sjálf var í 9. bekk, þá átti ég einar nothæfar buxur og sumarjakka sem varð að duga allan veturinn. Ekki það að dætur mínar viji hlusta á svona sögur, hjá þeim heitir þetta í gamla daga og þá var allt öðruvísi:o)
Kv ÓLöf

Nafnlaus sagði...

vá þetta var enginn smá pistill :) En ég er alveg sammála þér, þetta var náttúrulega komið út í algjört bull. Hafðu það gott um helgina, ég ligg hérna að kafna úr kvefi og skemmtilegheitum. kv.Anna

Álfheiður sagði...

mín fjölskylda hlýtur að hafa fengið litasjónvarpið seinna en þín og líka þín Ellen ... það mætti halda að það væri einhver skyldleiki í gangi þarna :o)
En ég er svo innilega sammála þessu öllu saman.
Góður og þarfur pistill hjá þér!

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Já ég segi eins og frænka mín,góður og þarfur pistill og ég er alveg sammála þér.Ég man þegar við fengum video tækið þá fannst mér við vera svo rík:)En sjónvarp og tölvur fá mínir ekki inn í þeirra herbegi.Ekki að ræða það og fatnaður þeirra er oftast notaur og nýttur frá öðrum.Enn og aftur,takk.

Nafnlaus sagði...

Sannur og réttur pistill. Þegar við og foreldrar þínir vorum að ala ykkur skvísurnar upp þá voru hlutirnir nýttir því peningar voru einfaldlega ekki til. Allavega ekki til óþarfabrúks! Þið hafið komist ágætlega frá þessu elskurnar mínar, svo kennið ykkar börnum hvernig þetta var í "gamla daga". Til hamingju með dótturina og myndirnar af henni eru yndislegar. Hef ég einhverntíman sagt hvað mér finnst hún lík Inguló ömmu sinni? Kv. Gulla Hestnes

Nafnlaus sagði...

Fengum litasjónvarp 1986 þegar gleðibankinn tók þátt í júró.
Sammála þér systa! Hilsen Skari

Íris Gísladóttir sagði...

Svo sammála, en ekki viss um að ákveðin aldur sé okkur sammála ;)

Nafnlaus sagði...

Sammala thessu ollu ! Til hamingju med Sogu !

Gudrun Sigfinns

Nafnlaus sagði...

En hvað þetta er góður pistill hjá þér frænka. Ég man reyndar eftir því að hafa fengið allt upp í hendurnar hjá mömmu og ömmu Gunnu. En ég læt slíkt ekki eftir hjá strákunum mínum 2.
Til hamingju með prinsessuna - guð hvað tíminn líður hratt. Bestu kveðjur að austan. Helga Dögg

Aldís sagði...

Mikið er ég sammála þér Helga mín og mér heyrist við hafa fengið sama uppeldið. Hef ekki svo sjaldan rökrætt þessi mál við soninn en sem betur fer eru dæturnar "ekki ennþá" byrjaðar með neitt múður. Hjá okkur nýtum við hlutina en létum þó eftir þeim að fá nýjar tölvur fyrir ekki svo alllöngu síðan en inní herbergi fara tölvurnar ekki, né sjónvarp. Góður og þarfur pistill vinkona og til hamingju með Sögu. Klem frá okkur í Lier