30.10.09

Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór?

Það var að koma út bók hér í Noregi sem heitir "Facebook kynslóðin". Hún fjallar um kynslóð ungs fólks í dag sem er alið upp með farsíma í annari hendi og tölvu í hinni, alltaf loggað inn á Facebook eða Twitter og vill frekar sjást en sjá aðra og aldrei missa af neinu. Eiga 1200 vini á facebook en engan til að drekka kaffi með. Sá sem skrifar bókina segir að fólk af þessari kynslóð óski sér frægðar og frama. Enginn vill verða hjúkrunarkona eða lögga lengur. Allir vilja vera söngvarar eða sjónvarpsstjörnur án þess að þurfa að hafa fyrir því og að yfirborðsmennskan sé áberandi. Ég veit svo sem ekkert hvort þetta sé satt eða ekki en mig grunar að þetta sé ekki bara tómt bull.

Ég spurði Baltasar um daginn hvað hann vill verða þegar hann verður stór. Hann vill annað hvort verða frægur fótbolltaspilari eða frægur söngvari! Þegar ég var 8 ára vildi ég vera flugfreyja en það breyttist svo í arkitekt nokkrum árum seinna. Flestar af mínum vinkonum vildu vera búðarkonur eða hjúkkur. Meira að segja Saga ætlar sér að verða súperstjarna þegar hún verður fullorðin, hvorki meira né minna. Ég spurði Baltasar hvort hann gerði sér grein fyrir hvernig maður yrði frábær fótbolltaspilari. Jú hann þurfti að æfa mikið en hann var nú svo góður fyrir að hann þyrfti kannski ekki að æfa svo mikið!! Hann er bara 8 ára svo að það er skiljanlegt að þetta með að æfa og að þurfa að vinna fyrir hlutunum sé ekki eitthvað sem hann fattar núna. En mig grunar bara að það sé fullt af fólki sem er miklu eldra sem heldur það sama. Ekki eðlilegt hversu margir taka þátt í Idol og X-factor hérna úti án þess að geta sungið einn hreinan tón. Þetta er greinilega Facebook kynslóðin sem vill vera fræg og hellst vinna sem minnst fyrir frægðinni. Eða á þetta unga fólk svo vonda foreldra sem hefur tekist að telja börnunum sínum trú um að þau geti sungið. Veit það ekki eiginlega. Ætla allavegna að horfa á sænska Idol í kvöld með Sögu. Hún hefur svo gaman af svona þáttum. Í gær sagði hún mér að hana hafi dreymt svo fínan draum(og þetta var sagt á íslensku). Hana dreymdi að hún var að syngja og dansa í júróvisjon fyrir börn. Gott að hana dreymir þetta því litla skinnið á aldrei eftir að syngja á sviði því hún er alveg vita laglaus, er ég ekkert að ýkja þar.

Annars lítið að frétta frá okkur hér í Noregi. Saga fékk svínasprautu í gær, varð ekkert slöpp eða neitt. Sást ekki einu sinni á handleggnum að hún hafi fengið sprautu. Hún er voða hraust. Annars er ég enn að bíða eftir minni. Orðið tómt hjá lækninum svo að ég verð að bíða eitthvað. Baltasar fékk tilboð um bólusetningu í skólanum og við ætlum að taka því. Fleiri í bekknum hans búin að vera veik og hér í Noregi hafa 14 mannsl látist úr þessari flensu. Noregur toppar evrópulistan yfir dauðsföll og mér finnst það hund stressandi og þessvegna förum við öll í sprautu. Ætla að reka JC líka.

Svo er líka orðið kallt úti. Frost á nóttunni og ég dró fram dúnúlpuna í morgun og lúffurnar. Nú er ekki aftur snúið. En sem betur fer koma jólin til að gleðja mína lund. Er byrjuð að kaupa jólagjafir og hugsa hvað ég ætla að baka og búa til af konfekti því ég ætla að prófa það í ár. Ekki mikið - bara pínu. Jæja nú er ég alveg komin á útopnu. Best að fara að vinna.

Æi best að skella sér í smá diskó.Góða Halloween helgi.

3 ummæli:

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Ég hló þegar þú lýstir sönghæfileikum dóttur þinnar:) En veistu,ég hef aldrei hugsað mikið út í þetta sem þú skrifar um en gæti trúað að þetta væri ekki svo fjarri sanni. Hafðu það gott og vonandi sleppið þið við svínaflensuna.

Nafnlaus sagði...

Hvað það er alltaf jafn gaman að lesa hvað þú skrifar :) Gamna að heyra með drauma barna þinna. Bestu kveðjur frá Egilsstöðum, Helga Dögg

ellen sagði...

verd glöd vid ad koma hérna vid og lesa faerslurnar thínar, er búin ad vera löt vid thetta sjálf upp á sídkastid en nú er lífid adeins ad komast í gang hjá mér aftur.... var ad skrifa undir ad stelpurnar aettu ad fá sprautuna í vikunni en veit ekki enn hvort ég aetli ad taka hana.... besutsångest :O hafid thad gott í landinu vid hlidina ;)