23.10.09

Jú ég er hérna, bara smá sein.

Var að koma úr vinnuferð frá suðurlandinu. Nánar tiltekið Lyngör.
Veðrið var ekki upp á sitt besta, stormur og rigning en samt gaman að komast í burtu.

Svínaflensan að fara með norðmenn, Saga og ég erum að fara í sprautu. Hún á fimmtudaginn eftir viku og ég þegar ég fæ tíma. Vona að við höldum okkur frískum þangað til. Besti vinur Baltasar sem hann situr við hliðina á í skólanum er komin með þennan andskota og ég er skíthrædd um að Baltasar hafi smitast. Það kemur trúlega í ljós um helgina en sem betur fer er Saga að heiman svo að maður vonar að þetta sleppi allt.

Annars lítið og hef lítinn tíma núna. Er að fara að keyra heimasætunni til stuðningsfjölskyldunnar hennar það sem verður stjanað við hana heila helgi. Yndislegt fólk og henni hlakkar alltaf svo til að fara þangað.

Nýtt lag þessa vikuna aldrei þessu vant. Fatta ekki alveg videoið en kannski er ekkert að fatta. OG bæ ðei vei þá er alltaf verið að spila íslenska júróvisjonlagið frá í ár í norska útvarpinu.



Verð að þjóta. Góða helgi

2 ummæli:

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Gott þú áttir góða ferð og gaman að heyra að Sögu og ykkur,líki stuðningsfjölskyldan. Hafðu það svo gott og vonandi sleppið þið við helvítis svínaflensuna.

ellen sagði...

já thad er lítid annad raett hér í Sverige en um svínaflensuna og hvort madur eigi ad taka sprautuna eda ekki...
og sama med hér med íslenska júró lagid, spilad oft á dag.... gaman en madur er komin med smá leid á thví núna hálfu ári seinna ;)

hafid thad gott í grannlandinu!