22.1.10

Vá hvað það eru margir föstudagar

Finnst ég ekki gera annað en að blogga þessa dagana. Eða eitthvað. Var að lesa bloggið henna Gullu þar sem hún er meðal annars að tala um hvað heimurinn er lítill. Að allstaðar sem maður fer geti maður rekist á íslending eða einhvern sem maður þekkir eða þekkir til. Alveg er ég sammála þessu. Ég hef nokkur svona dæmi sem eru ansi skondin. Árinu áður en ég flutti til Köben var ég í Lýðháskóla á norður sjálandi, nánara tiltekið Humlebæk og þar eignaðist ég góða vinkonu sem er ensk. Hún var í námi við Háskóla í London og nam þar norræn fræði. Þessi dvöl hennar í DK var hluti af hennar námi. Ári seinna flutti ég til Köben og á Öresundskollegið. Á ganginum mínum bjó danskur strákur, Dennis frá Álaborg sem átti enska kærustu. Kom í ljós að hún gekk í sama skóla og vinkona mín og þær þekktust. Þessu komumst við að þegar að enska vinkona mín heimsótti mig og fór að spjalla við Dennis.

Önnur saga er um íslenskan flugmann sem lést á besta aldri. Hann átti dóttur sem fór í nám til Moskvu. Besti vinur flugmannsins var svo mörgum árum seinna á ferðalagi um Sovétríkin og heimsótti eitthvað land sem ég ekki man hvað heitir en það var eitt af þessum lokuðu ríkjum. Daginn hann átti að fljúga heim var honum boðið að velja milli tveggja skoðunarferða, skoða verksmiðju og svo eitthvað annað sem ég ekki man lengur hvað var. Hann valdi verksmiðjuna og fór þar að spjalla við eina konuna sem vann þar. Í því samtalinu kom í ljós að hún þekkti dóttur vinar hans frá árunum hennar í Moskvu.

Einu sinni var ég í Feneyjum með afa og ömmu og stóð á Markúsartorginu og hvern hitti ég þar. Jú Jón pabba minn sem var á ferðalagi í Evrópu. Svona er heimurinn lítill. Maður getur alveg garanterað að ef maður hittir íslending hvar sem er í heiminum finni maður minnst eina manneskju sem báðir aðilar þekkja eða kannast við.

Kannski var ég búin að skrifa um þetta áður. Hreinlega man það ekki enda ekki von þar sem aldurinn er farin að færast yfir á methraða.

Annars bara allt venjulegt. Lífið gengur út á að vinna, borða, sofa og bora í nefið. Kannski hélt einhver að ég ætlaði að segja að lífið væri saltfiskur en nei, ekki hjá mér. Borða ekki svoleiðis.

Hendi mér út í rómantíkina frá menntaskólaárunum. Ekki það að hún hafi blómstrað neitt sérstaklega hjá mér þá. En rómantísk var ég engu að síður.Gróða helgi.

p.s er enn verst í brekkunum.

2 ummæli:

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Einu skemmtilegustu sögurnar sem ég heyri eru einmitt svona sögur þar sem fólk hittir annað fólk og kemst að tengslum þegar það er statt á flugvelli á Madagaskar eða e-ð álíka:)
Góða helgi.

Nafnlaus sagði...

Vegir landans eru órannsakanlegir. Takk Helga mín fyrir góða pistla með kærri frá okkur Bróa.