8.1.10

Árið komið.

Gleðilegt ár kindirnar mínar. Var víst búin að lofa að skrifa milli jóla og nýárs en það fór nú aldrei svo því maður var svo dofin af ofáti og kulda. Var búin að lofa að ljóstra upp leyndarmálinu stóra. Jú þannig er mál með vexti að við hjónin ásamt börnum erum að fara að ættleiða kínverska tvíbura. Búin að vera að vinna í þessu í laaangann tíma og fengum fyrst fréttirnar í des en samt ákváðum að bíða þangað til allt væri pottþétt. Semsagt fjölgun í fjölskyldunni í sumar en miklu meira um það síðar. Jibbíjei. Ekki áttirðu von á þessu?

Annars bara rosa fínt yfir hátíðirnar. Mamma og pabbi voru hér og það vara bara borðað og slappað af. Baltasar fékk snowboard og við keyptum 1 og hálfan tíma með kennara og eftir 3 tíma í barnabrekkunum var hann tilbúin í stóru brekkurnar á brettinu. Ótrúlegt hvað hann er fljótur að ná svona. Væri óskandi að hann væri jafn fljótur að fatta þegar hann týnir einhverju. Er algjör Denni dæmalausi stundum. Kom heim á mánudaginn og hafði gleymt úrinu sínu, sundbuxum, húfunni(15 stiga frost og var í sundi!) og svo norsku lesbókinni. Hann skildi bara ekki neitt í neinu hvað varð um þetta dót. Hafði líka tínt tvennum skíðabuxum fyrir jól. Ætli maður geti fengið ríkisstryrk útaf svona?

Saga fékk ný gönguskíði og hún skíðaði öll jólin. Þvílíkt dugleg á skíðum og ætti mamma hennar að taka hana til fyrirmyndar. Hún er að byrja á skíðaæfingum,slalám eða svigskíði eins og það heitir á ísl. Þetta er 3. árið hennar. í fyrra ákvað pabbi hennar að láta hana prófa fullorðinsbrekkuna og mín húrraði niður brekkuna á ógnarhraða og hann sá að hún er ekki alveg tilbúin í þær svona andlega. Hún er svo mikill álfur stundum að hún fattar ekki hvað það er hættulegt að bruna niður svona langa og bratta brekku á heljarhraða og aldrei bremsa. Sem betur fer vissi ég ekkert af þessu fyrr en eftir á, hefði fengið nett taugaáfall.

Þetta síðasta árið mitt sem 30 og eitthvað er ég búin að ákveða að hafa það árið fyrst og fremst skemmtilegt. Það var nýársheitið mitt. Skemmtilegheitin byrja í kvöld með partý, og svo er ég að fara í annað partý eftir 2 vikur og svo 2 vikum eftir það fer ég til íslands á Hornfirðingaþorrablót. Hef ekki djammað svona mikið í heilan áratug. Djí hvað ég ætla að skemmta mér og nota flotta dótið sem eiginmaðurinn gaf mér í jólagjöf. Veski og armband frá einhverjum Jimmy Choo. Hann er víst voða frægur.Ég er algjör auli þegar kemur að tísku. Ég ákvað annað í framhaldi af öllu þessu skemmtilega í ár og það var að ekki kaupa mér fleiri svört föt. Svo í gær fór ég á útsölu og keypti mér kjól sem var beige með bláu og rauðu munstri. Og svo keypti ég mér fjólubláa skyrtu. Byrjar semsagt vel. Og annað. Ef þú trúðir þessu með tvíburana - þá kínversku - þá skál fyrir þér. Leyndóið var nú ekki annað en við erum að fara til Egyptalands um páskana en börnin fengu fréttirnar í jólagjöf og þessvegna vildum við halda því leyndó í smá tíma. Ég vildi bara gera smá grín afþví það er svo skemmtilegt. Ha ha ha ha ha ha ha æm so funní æ kúd spring. Ég er næstum eins og spaugstofan!! En eitt get ég sagt og það er að tilhugsunin um að fá smá yl í kroppin í vetur er yndisleg sérstaklega núna þegar er -20 gráður úti.

Jæja er þetta ekki orðið gott. Vildi gjarnan sjá að fólk kvitti svona í byrjun árs svo að ég viti hverjir kíki við.

Lag vikunar er eldgamalt og rólegt með háan hallæris faktor. Fannst þetta lag svo skemmtilegt þegar ég var lítil og kann bara vel við það enn. Fannst ekki við hæfi að spila eitthvað fjörugt þegar er svona kallt úti. Maður er eiginlega gaddfreðin þessa dagana og hreyfir sig hægt.Góða helgi.

10 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ pæ, ég var nú ekk alveg búin að kingja þessu, fannst vanta meiri tilfinningu í frásögninga þegar sagt er frá svona svakalega stórri ákvörðun, á meðan ég kláraði að lesa niður hugsaði ég allan tímann hvað mér fannst þetta ólíkt þér miðað við það sem þú hefur sagð að tvö væri mikið meira en nóg. já þetta kom mér á óvart, fannst þetta ekki vera þú.......ég var allavegana komin með fullt af spurningum sem ég ætlaði að spyrja þig útí ;o) En frábært hjá ykkur að skella ykkur til Egyptalands, það verður án efa mikið ævintýri.O) kv.Hanna

Aldís sagði...

Tek undir með Hönnu, fannst þetta eitthvað ekki alveg passa !!! En jú, þetta á bara að vera "kvitt", les alltaf bloggið þitt kæra :-)
Klem frá okkur í sveitinni.

Guðbjörg sagði...

Gleðilegt ár elsku Helga mín og family.
Já það seig aðeins kjálkinn hjá mér því ég var pottþétt á því að það kæmi í restina að þetta væru kéttir frá Peking eða e.h svoleiðis enganvegin börn það vissi ég nú, en gott að þú ert ákveðin með árið og mér líst rosa vel á þig að byrja árið í litum og gleði, svona á að gera það tala nú ekki um að kíkja svo í yl til Egiptalands. Er ekki viss um að ég komi í bæinn á Þorrablót þar sem ég verð nýbúin að vera þar. En sjáum til. Góða skemmtun í þessu öllu saman og við heyrumst. "yndislegt lag alltaf".

ellen sagði...

ha ha ha frábaert ;)
ég er mjög dugleg ad koma vid á föstudögum ! Hafid thad gott um helgina!

Álfheiður sagði...

Flottar fréttir, bæði þetta með tvíburana og Egyptalandið.
Kíki reglulega við.

Nafnlaus sagði...

Blátrúði í byrjun og fannst þessi ákvörðun æðisleg. Egyptaland hljómar spennandi, gott hjá ykkur. Kíki alltaf hingað inn, og við Brói sendum kærar yfir.

Íris Gíslad sagði...

Ég blátrúði þessu með tvíbbana fannst þú samt frekar svona róleg í frásögninni, en hugsaði líka djö... dugnaður ekki mundi ég nenna að bæta á mig tveimur börnum :/
Kíki reglulega en kvitta óreglulega ;)

Nafnlaus sagði...

hahah ,já þetta var ótrúlegt, hugsaði - ókey - hana langar virkilega í fleiri en nennir ekki að ganga með þau- góð lausn , bara ættleiða en best að lesa alla leið niður...fyndið.

Það verður frábært í Egyptalandi... Hemmi missti sig þegar hann fór, keypti fullt af túrista bókum og minjagripum - ég gæti alveg sett upp ágætis minjagripaskáp hér heima...
við erum að plana Danmerkurferð næsta sumar, síðasti séns að fara í legoland og flr áður en eldra settið eldist meira... kv Ella

Nafnlaus sagði...

Já einmitt, þú ert lélegur lygari.
Skari bró!

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Ég þekki þig ekki eins vel og vinkonurnar þannig að ég trúði þessu alveg uppá ykkur:) En Egyptaland er minna maus-enga kúkableiur og þannig. Ég kíki alltaf við því þú ert einn skemmtilegasti bloggarinn sem ég þekki. Njóttu djammsins like it was no yesterday. Kv.