Í ár verður júróvisjon haldið hér í Noregi nánartiltekið í Bærum þar sem ég bý. Sveitafélagið ætlar af þessu tilefni að vera með mikið menningartilstand í stóru tjaldi fyrir utan tónleikahúsið vikurnar fyrir sjálfa keppnina. Dissimilis er boðið að vera með hálftíma sýningu á opnunarkvöldinu og Saga tekur að sjálfsögðu þátt. Þetta verður ansi mannamörg sýining og ef einhver skildi halda að þessi hópur fylgist ekki með Júróvisjon þá er það alveg öfugt. Stærsti hlutinn elskar Júróvisjon svo að allir eru alveg að springa úr stolti og eftirvæntingu yfir þessu. Meira að segja Saga elskar Júróvisjon og sérstaklega þá Alexander.
En ekki er allt búið enn. Í dag var Per Gynt verðlaununum útdeilt. Meðal þeirra sem voru útnefnd í ár var Dissimilis og Sissel Kirkebö. Hverjir unnu? Jú Dissimilis. Þetta eru ein virtustu verðlaunin hér í landi og falla til einstaklinga eða hópa sem hafa verið unnið að því að kynna Noreg erlendis og hafa sýnt jákvæða virkni í norsku samfélagi á einn eða annan hátt. Frábær árangur fyrir Dissimils og gaman að svona hópur skuli fá svona virt verðlaun. Húrra fyrir þeim. Verður gaman að sjá hvaða dyr þetta opnar og þá sérstaklega á erlendu vettvangi. Og ekki má heldur gleyma fjárhagslega því þetta er ekki beint rík stofnun.
Annars bara allt fínt af okkur. Erum að fara að flytja inn í svefnherbergið okkar þessa helgina eftir 2 vikna útlegð í rúmum barnana. Verður búið þá að setja nýtt parket, fataskápa og búið að mála allt. Æðislega lekkert.
Lag vikunar er norsk eðalpopp,ætla að halda mér í verðlaunaflokkunum í dag en þau eru útnefnd sem besta hljómsveitin, besta "hittið" og besta videoið að ég held svo að þetta er ekki alslæmt. Alls ekki.
Góðahelgi.
9 ummæli:
Vá Helga, þetta eru frábærar fréttir. Nú er Gulla glöð með kærri kveðju.
En skemmtilegt ad heyra :) og kjúklinga muffinsin heppnudust svola líka rosalega vel :)
Gledilega helgi!
/ellen
Til hamingju með þetta
Jess - enda flottust- ég var síðast í gær að rifja upp með sjálfri mér stemmninguna í Borgarleikhúsinu - það var ótrúleg upplifun. Til hamingju með þetta.
kv, Mútta og amma sendir Sögu knús
Þetta eru frábærar fréttir!!Til hamingju með þetta:)Góða helgi.
Vá en flott...innilega til hamingju:)
Bestu kveðjur frá okkur á Mánabrautinni
Frábært, til hamingju með þetta, bestu kveðjur Ella og co
Til hamingju með verðlaunin. Heimsókn ykkar til Íslands og sýningin í Borgarleikhúsinu er mjög eftirminnileg. Knús á hópinn
Til hamingju með þetta þið öll ; )
Saga er náttúrulega flottust, ekki spurning ; )
Ferðu á ráðstefnuna í Bergen ?
Hafið það gott.
Kv.
Elva og co
Skrifa ummæli