30.4.10

Lax lax lax og aftur lax


það eina sem ég hugsa um er bara la-a-ax. Og þá sérstaklega þennan. Svona líka ljómandi góður og ef þú heldur að þér þyki ekki Piparrót góð þá er það hinn mesti misskilningur.

Piparrótarlax.f.4

ca 750 gr laxabitar með skinni
2 matskeiðar piparrót á túpu
1 eggjarauða
100gr rasp
steinselja fínhökkuð
smjör.

Piparrót og egginu er landað saman á disk. Raspinu og steinseljunni á annan disk. First dippar maður laxinum aðeins í það blauta og svo í það þurra. Steikist í smjöri á vel heitri pönnu í 3 mín og færist svo á eldfast mót með skinnið niður. Sett í ofnin á 180 gráður í ca 5 mín eða þangað til laxinn er tilbúin.

Góða sósan


2 1/2 dl rjómi
1 matskeið Dijon sinnep
1 Matskeið piparrót frá túbu(ég nota meira en það er smekksatriði)
1 matskeið sítrónusaft(ekki frá túbu - frá alvöru ekta sítrónu)
1 matskeið hakkaður graslaukur
salt og pipar.

Rjómin látin sjóða niður þar til hann þykkrnar. Potturinn tekin af hellunni og restinni bætt út í, má ekki sjóða eftir það. Haldið heitu. Borið fram með hverju sem hugurinn girnist.

Bon apetit!
Svona var sagt í skemmtilegu myndinni sem ég sá um daginn með Meryl Streep sem heitir Julie & Julia. Mæli með henni. Mikilvægt að vera saddur þegar maður sér þessa mynd. Sem minnir mig á það að húsbandið átti afmæli á þriðjudaginn. Ég færði honum tónleikamiða á Jamie Cullum sem eru að vísu ekki fyrr en í júní en búin að redda barnapíu. Þar að auki fékk hann boð á víetnamskan veitingarstað á laugardaginn með sinni heittelskuðu. Ég verð heima og passa krakkana!! Ha ha ha ha.(Maður er nú ekki alveg búin að missa húmorinn þrátt fyrir hörmungar í heiminum.) En semsagt búin að redda barnapíu fyrir það líka. Maður er bara alltaf á skralli. Er að fara í stórveislu eftir viku með vinnunni. Sixtíspartý með 450 öðrum úr vinnunni - smáveisla þar á ferð!

Fann þetta gamla góða lag með uppáhalds íslensku hljómsveitinni minni. Mér finnst nú að Pálmi hefði alveg getað verið í bol undir þessari peysu? Smáatriði kannski en.....



Gæða helgi.

4 ummæli:

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Mannakorn alltaf góðir-fyndið að sjá hvað þeir eru ungir þarna..ekki hrukka á þeim.
Góða skemmtun í öllu þínu.Kv.úr Cary.Svanfríður.

Iris Heidur sagði...

Til hamingju með Jan Chr. og skemmtið ykkur vel :)Prófa laxinn fljótlega, engin spurning, elska piparrót!

Unknown sagði...

Namm.. líst vel á þessa uppskrift, prófa hana næst þegar ég elda lax. Knús til ykkar. Kv. Berglind

ellen sagði...

ha ha ha :)

aetla ad prófa laxinn, er ein af theim sem halda ad theim finnist ekki piparrót gód!
Og svo verst ad vid skulum ekki búa á sama stad, ég keypti thenna frábaera 60s kjól í second hand búd fyrir nokkrum árum sídan :)