16.4.10

Tengdamamma!

Já ég er semsagt búin að hitta tilvonandi tengdason. Saga var á opnu húsi á mánudagskvöldið. Þar hitti hún sjarmör til margra ára hann Emil. Hann er jafngamall henni og með Williams Syndrom, er með ljósar krullur og stór blá augu. Voða krútt. Þau voru svo sæl með að hitta hvort annað aftur, sátu og klöppuðu og struku hvort öðru og horfðust djúpt í augu. Og kysstust á munninn!!! Og ekki bara einu sinn heldur svo oft að ég varð að biðja þau um að hætta þessu kossaflensi. Minn maður varð nú ekki par hrifinn og spurði mig afhverju þau mættu ekki kyssast. Ég reyndi að útskýra fyrir honum að þau væru bara 10 ára og nægur tími í svona hluti. Honum fannst ég nú ekki vera skemmtileg en fékk mig til að lofa sér að ekki segja pabba sínum frá þessu! Stuttu á eftir kom besti vinur hann og spurði mig afhverju þau mættu ekki kyssast fyrst þau væru kærustupar. Þetta væri nú alls ekki réttlátt. Ég semsagt eyddi mánudagskvöldinu í að útskýra fyrir 10 ára krökkum afhverju maður sé ekki að kyssast á almannafæri á þessum aldri. En þau voru nú meiru krúttin. Svo alsæl með hvort annað. Emil spurði hvort hann gæti komið í heimsókn og ég sagði honum bara að hringja þegar hann vill og koma og LEIKA sér við Sögu. Ekkert meira kossaflens í dágóðan tíma. Hún er sko meira en til í að fá hann í heimsókn enda ekki eins og krakkar séu alltaf að heimsæakja hana. Hún vildi að hann gisti en njeeeh, ég held ekki.

Baltasar aftur á móti tókst að verða ástfangin 3x á viku í Egyptalandi og spurði mig hvort við gætum bara ekki flutt aftur til Danmerkur. Svo mikið af sætum ljóshærðum stelpum þar. Jú jú sagði ég við gerum það bara, ekki seinna vænna að hann fari að ná sér í kærustu! Sveimér þá!

Og nú - Ísland í dag. Ég hef illan grun um að þetta gos hafi verið vandlega planlagt af útrásarvíkingunum og útvöldum stjórnmála og bankamönnum. Núna gleyma allir þessari fjandans skýrslu og hugsa bara um gosið. Helvíti hafa þeir mikil völd. Ekki hefði manni grunað þetta! Vona bara að þeir fari að stoppa þetta. Ekkert sniðugt lengur.

Hellum okkur í sænskt eðalpopp frá nítíu og eitthvað frekar snemma.



Góða helgi

2 ummæli:

Íris Gísladóttir sagði...

Ástin spyr ekki um aldur :)

ellen sagði...

ha ha ha thau eru yndisleg :)og lagid hennar lisu stendur sko fyrir sínu :)