skipið það færist nær og nær
og þessi sjóferð endi fær.
Ég búinn er að puða og púla
pokann að hífa og dekkin spúla.
Reifur ég stend í stafni hér
strax og að landi komið er
bý ég mig upp og burt ég fer.
Ég fer í fríið. Ég fer í fríið. Ég fer í fríið.
Nema nátturulega ég er ekki sjómaður og er ekki á neinu skipi sem ég er búin að spúla en ég fer nú samt í fríið. Að vísu ekki fyrr á fimmtudaginn í næstu viku en þetta verður samt síðasta bloggið fyrir frí því ég veit að næsta vika verður tekin á tvöföldum hraða til að klára að gera það sem þarf að gera fyrir fríið. Og svo verður haldið heim á leið á Humarhátíð og 40 ára afmælisfögnuð bekkjarinns. Já við ætlum að hittast við sem verðum á staðnum og halda upp á afmælin okkar í sameiningu. Ekki á hverjum degi að við verðum fertug. Jibbí hlakka til. Er líka að spá í að skella mér í Lónsöræfin í ár. Og svo nátturulega norðurlandið og suðurlandið sem bíða mín líka. Tek heila þrjá landshluta í einu fríi. Þetta kalla ég að slá þrjár flugur í einu höggi. Djí hvað maður er effektívur. Jæja þetta er gott í bili.
Ef þetta er ekki sumarfílingur þá veit ég ekki hvað. Passar mjög vel með kældu hvítvíni í kvöld. Hækkaðu í botn og taktu nokkur valin dansspor meðan þú sötrar á víninu og nýtur þess að það er sumar og kvöldið langt.
Bið að heilsa og óska þeim sem ramba hérna inn góðs sumars og ljúfra daga.
2 ummæli:
Glad midsommar :)
Er í Reykjavík og er að leggja af stað norður um hádeigisbil:) Við verðum á Höfn á föstudeginum á Humarhátíð svo við sjáumst nú kanski :) Hafið´það sem best í fríinu!
njóttu leyfisins, rekst kannski á þig á förnum vegi
Skrifa ummæli