11.6.10

Title......!!!

Verður ekki neitt sumarhús í bráð. Það sem við vorum spenntust fyrir reyndist ekki hafa neina kvöldsól og þó að sumum þykji það kannski vera smáatriði þá finnst mér það mikilvægt. Veit að ég ætti eftir að pirra mig á því að sitja úti á heitu sumarkvöldi í skugga frá 6 –7 á kvöldin og horfa yfir vatnið og pirra mig á allri sólinni sem sumarhúsin hinumegin við vatnið baða sig í. Þar að auki eiga trén bak við lóðin eftir að hækka ansi hratt og þau verða ekki höggvin niður næstu 10-20 árin og þá verður enn dimmara en það er núna. ALGJÖR BÖMMER! Ég var svo tilbúin í að kaupa þetta hús og gera það fínt. En við verðum bara að halda áfram að leita. Einn góðan veðurdag.....

Annars er lítið að frétta héðan. Sumarfríið farið að taka á sig mynd, ein vika á Höfn með hátíð og öllu tilheyrandi. Tvær nætur á Mývatni og 5 á Akureyri og svo vika í höfuðborginni. Þá verða Saga og húsbandið farin heim því Saga vildi fara í sumarbúðir og hún fékk að ráða því í þetta sinn. Þá verðum við mæðginin bara ein og ætlum að vera dugleg og hitta fólk, heimsækja ömmurnar og vini og kunningja. Ég ætla mér líka að fara með Baltasar í skoðunarferðir. Hann verður að sjá Gullfoss og Geysi og Þingvelli. Núna er hann orðin svo gamall að hann hefur gaman að því. Hann er líka búin að panta verslunarferð í Kringluna og ég sé ekki að það sé neitt því til fyrirstöðu að við gerum það :-D Tek líka nokkra túra niður Laugarveginn. Hver veit nema maður versli þar líka. Hef ekki verið svona lengi í RVK í fleiri ár svo að ég hlakka eiginlega til að fá smá tíma þar. Jú og svo sund. Maður verður nú að fara í sund og þar sem við verður hjá pabba er hægt að henda sér í Vesturbæjarlaugina eða laugina úti í Nesi. Alltaf gaman í sundi.

Annars ætlum við bara að slappa af um helgina. Engin ferð til Svíþjóðar núna, reyndum að fá að skoða eitt hús en það var ekki hægt. Verðum bara heima og förum í tvær sumarveislur. Eina með öllum downs krökkunum og eina með fjölskyldunni. Rólegt og gott.

Hér er eitt gamalt og gott að vanda.



Góða helgi.

2 ummæli:

Íris Gísladóttir sagði...

leiðinlegt að heyra með sumarhúsið, en er viss um að þið dettið niður á draumahúsið einhvern daginn

ellen sagði...

okkar schema fyrir Ìslandsferdina er álíka og ykkar nema ég sleppi Höfudborginni, nenni alls ekki ad vera thar lengur en ég tharf, en Akureyri,Mývatnssveit, Egilsstadir og Höfn eru "must" hafid thad sem bestog munidad koma vid hjá okkur ef thid erud í Gautaborginni :)