15.10.10

Afmælisblogg


Litla stóra stelpan mín átti afmæli í gær. Að það séu liðin 11 ár frá því að hún fæddist er alveg ótrúlegt. Man fyrstu dagana og vikurnar og hvað manni kveið fyrir framtíðinni. Danmörk er ekki landið að fæða barn með Downs í, neikvæðnin alveg í hámarki og manni nánast engin von gefin um að geta nokkru sinni lifað venjulegu lífi. Þvílíkt rugl. Aðeins örfáar manneskjur sem sáu fólk með Downs sem einstaklinga sem eiga rétt á eigin lífi eins og annað fólk. Því miður er þetta fólk í minni hluta og þess vegna fæðast nánast ekki börn með Downs í Danmörku lengur. Sorglegt.

Sá auglýsingu um daginn frá einhverju bæjarfélagi í Danmörku þar sem var talið upp hvað ein manneskja með Downs kostaði samfélagið. Það var verið að auglýsa snemmómskoðun!! Ég hef prívat og persónulega engan áhuga á að vita hvað dóttir mín kostar í aurum og krónum. Ef á að byrja á þessu er ekki þá fínt að drífa sig í að finna dópista og alka genið og eyða þeim fóstrum líka því þetta fólk getur nú aldeilis kostað samfélagið eitthvað. Og hvað með einhverfa, eða lesblinda eða fólk með ADHD. Skil ekki svona. Mér finnst að það eigi að vera pláss fyrir alla. Ef fólk vill eyða fóstri með Downs er það þeirra einkamál en fólk ætti samt að kynna sér fyrst hvað það er að vera með Downs. Maður á ekkert verra líf þótt maður eigi barn með DS og einstaklingar sem eru með þá fötlun lifa ekkert verra lífi en við hin. Mikilvægt að ekki gleyma að ekki allir skilgreina gott líf á sama hátt og við. Auðvitað finnast börn sem eru meira fötluð en Saga sem getur gert lífið flóknara en maður getur líka fætt hraust barn sem fær t.d krabbamein. Maður veit aldrei hvað lífið bíður upp á. Eins og Forrest sagði, "lífið er eins og askja með súkkulaði. Maður veit aldrei hvað maður fær." Ég fékk allavegna góðan bita með henni Sögu minni. Held að hún sé marsípan eða romm og rúsínu biti!

Þekkti litla stelpu með Downs í DK sem hafði verið yfirgefin af foreldrum sínum þegar hún var 4 daga gömul. Hún bjó á barnaheimili fyrsta árið. Þegar ég hitti hana í fyrsta skifti var hún komin til fjölskyldu sem óskaði að ættleiða barn með DS. Þá var hún 18 mánaða og ekki farin að sitja því þau á barnaheimilinu gáfu henni enga örvun. Næsta hálfa árið fór henni ótrúlega fram. Nýja fjölskyldan var alsæl með litlu stelpuna sem þau höfðu óskað sér og fengið. Við komumst að því saman við mömmurnar að foreldrar hennar áttu hana ekki skilið. Fólk getur verið svo vont.Jæja þetta var smá hugleiðing í tilefni dagsins.

Annars verður bowlingveisla hjá minni í dag. Bananastuð finnst mér líklegt.Fyrir utan það allt fínt. Erum búin að ákveða að ráðast í framkvæmdir í eldhúsinu eftir jól. Skifta um innréttingu, fjarlægja veggi og upgrade fullt af drasli. Var með pípara hjá mér á mánudaginn sem sagðist aldrei hafa séð svona gamlan hitavatnstank áður!! Gasalega kvíður mér fyrir þessum vikum þar sem allt verður á hvolfi og ekki hægt að elda. En gasalega hlakkar ég líka til þegar þær vikurnar verða búnar og allt orðið nýtt og fínt. Já svona getur maður nú verið klofin stundum!

Lag vikunnar er ægilega fallegt lag fyrir prinsessuna mína.Góða helgi.

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með fallegu stelpuna ykkar. Pistillinn þinn var yndislegur. Kærust í fjörið frá okkur Bróa

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Já ég er sammála mömmu,frábær pistill.Ég er svo mikill aumingi að ég fer bara að skæla þegar ég hugsa um fólk sem eyðir fóstri eins og þú talar um.
En í dag er gleðidagur,Saga á afmæli:) Til hamingju Saga og til hamingju með fallegu stelpuna ykkar.Kv.úr Cary.

Íris Gíslad sagði...

Innilega til hamingju með fallegu stelpuna þína sem virðist alltaf geisla af gleði. Mikið er pistillinn þinn sannur, hugsa að það séu margir sem kosta þjóðfélagið mun meira en fólk með Downs, mér finnst ekki rétt að eyða þessum fóstrum bara til að eyða, eins og þú segir þá vitum við alrei hvað við fáum. En auðvitað er til fólk sem treystir sér engan vegin til að ala upp fatlað barn en það á ekki að hvetja til þessa. Svo lærði ég í mínu námi að þessi svokallaði snemmsónar og hnakkaþyktarmæling reiknar aðeins út líkur á fötlun og fyrir það eru því miður mörg heilbrigð fóstur sem eytt er vegna þessa. En svona er heimurinn í dag og tæknin er ekki alltaf góð það er ljóst.
Vona að þið hafið átt frábæran dag með Sögunni ykkar.

Nafnlaus sagði...

Sammála þessu öllu Helga mín. Ég get ekki hugsað mér lífið án Sögu. Hún kemur sífellt á óvart og enginn sem ég þekki nýtur lífsins eins og hún, það er mikil guðsgjöf.
Knús til ykkar allra.
Mútta

Álfheiður sagði...

Vel skrifað hjá þér!
Til hamingju með Söguna þína :o)

Iris Heidur sagði...

Ég er nú bara klökk. Saga er alveg einstök! Til hamingju með hana :)

Nafnlaus sagði...

Góð skrif Helga mín og til hamingju með Sögu, kv
Ella
ps. langt síðan ég hef lesið bloggið þitt, gaman að heyra frá ykkur

ellen sagði...

Mikid er thetta vel skrifad hjá thér, til hamingju med fínu stelpuna thína sem vid fengum ad hitta í sumar :)

Nafnlaus sagði...

Hartanlega til hamingju með fallegu stelpuna þína, Helga.
Mér fannst hugleiðingarnar þínar fallegar, vel skrifaðar og mjög sannar og ættu helst heima í einhverju af dagblöðunum. Nú í október er Downs mánuður í USA. Vildi að það væri svona hérna, ganga niður laugaveginn til að vekja jákvæða athygli á börnunum okkar. Ég segi það sama og þú, þó það geti verið erfitt á stundum að eiga barn með DS þá fékk ég sérstaklega góðan konfektmola og er endalaust stolt af mínum tvítuga dreng. Knús og kveðja, Elísabet, mamma Björgvins Axels