Mamma er að koma á sunnudaginn og verður hjá okkur í viku meðan haustfríið er. Aldrei þessu vant tek ég frí í haustfríinu og verð heima með krakkana og mömmu. Hef hreinlega ekki verið heima svona marga daga í röð þegar er frí. Maður er alltaf að andskotans eitthvað út og suður í fríunum. Hreinlega dejlig að vera bara heima og gera ekki neitt. Ætlum að kíkja á Míró sýningu, fara til Oslóar og svo ætla ég að bjóða múttu út að borða á ægilega spennandi Sushi stað sem mig hefur svo lengi langað að borða á. Húsbandið er því miður ekkert ægilega spenntur fyrir svoleiðis mat.
Annars er allt á kafi í kóngulóm hér þessa dagana. Nú er orðið kallt úti og allar vilja þær inn. Húsbandið drap eina um daginn sem var á stærð við kálf - eða nálægt því allavegna. Ég var svo hugrökk að ég sat uppi á borði á meðan. Er nú samt orðin minna hrædd við þessi kvikindi með árunum en þegar þær eru komnar upp í vissa stærð segi ég pass.
Þessi vika er búin að vera algjör geðveiki. Við Saga komum heim kl 2015 á mánudaginn, Baltasar hálftíma seinna og húsbandið enn einum hálftímanum seinna. Þriðjudag komum við öll heim eftir kl 20, miðvikudag sama og líka í gær. Þar að auki hef ég verið að æfa mig að segja linsur í Sögu, þurft að klemma því inn í dagskrá vikunnar og það hefur ekki verið allaf auðvelt. Sérstaklega þar sem ég er svo klaufsk að þetta tekur mig hálftíma.Meira sem ég er léleg í þessu linsudóti. Mikil blessun að Saga er eins þolinmóð og hún er. Núna er bara að bíða og sjá hvort augun á henni þoli linsurnar í lengri tíma í einu. En núna á að slappa af um helgina. Förum með vinafólki í fjallakofa yfir helgina. Spáð rigningu að sjálfsögðu en pakkaði regnfötum á liðið og svo er bara að koma sér út og hreyfa á sér rassinn.Jibbí. Rosalega hlakkar ég annars til að sjá nýju Harry Potter myndina.
Enn held ég áfram leitinni að löngu gleymdu lögunum. Heyrði þetta í útvarpinu um daginn og fattaði að ég var alveg búin að gleyma þessu.
gróðahelgi.
1 ummæli:
Njóttu vikunnar með mömmu þinni. Úff þarf maður að fara að búa til þolmörk fyrir köngulær, vona að það séu ekki til mjög stórar í Noregi, leist reyndar ekkert á lýsinguna af þessari á stærð við kálf...................
Skrifa ummæli