22.10.10

Vetur konungur

Það snjóaði í nótt. Greit!! Ég er engan vegin andlega undirbúin fyrir snjó og kulda svona snemma á árinu. Ég hef í gegnum árin orðið meira og meira viss um að ég sé ekki sú sem ég held að ég sé. Mig grunar að ég sé prinsessa frá heitari löndum sem lenti í rugli á fæðingardeildinni og var bíttað út með öðru barni.Grunar að ég komi frá einhverri Kyrrahafseyju. Ég hef aldrei vanist þessum kulda sem er hérna megin í heiminum. Eða því að vera ekki rík. Aldrei vanist því. Þarf að fara að grúska í þessu núna þegar ég er að nálgast það að hætta að vera þrjátíuogeitthvað. Komin tími til að fara heim í hitann- svona áður en ég fæ gigt!

Annars er allt í sómanum hjá okkur. Miklar eldhúspælingar. Ætlum líka að skifta út heitavatnskútnum. Fékk pípara til mín um daginn, hann kíkti á kútinn og sagði svo að þetta væri nú eignilega antik og að ég ætti að stilla honum upp í stofunni minni. Skil ekki svona, er 40 ár nú einhver aldur! En við þorum samt ekki öðru. Kannski að svona tankar séu eins og hundar, eitt ár jafngildir 7 mannsárum. Þá er nú kúturinn aldeilis gamall. Ef ekki er hann bara á besta aldri.

Svo mikið af lögum að velja á milli. Ákvað að hella mér út í íslenskt frá þeim góða tíma þe eitís. Mér finnst þetta vera eitt besta eitís lagið sem kom út á íslandi. Og þetta video er nú bara alls ekki svo slæmt miða við aldur. Ég meina það var nú ansi mikið skrýtið sem var gert á Íslandi á þessum tíma í videoframleiðslu.
Góða helgi.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mér finnst ekki ólíklegt að þú sért prinsessa og önnur kona fengið óalandi og síorgandi umskipting heim með sér af fæðingardeildinni.
Allavega ekki ég því þú varst algert draumabarn og ekki hægt að gera þig óþekka þrátt fyrir tilraunir margra til þess.
Finnir þú kónginn pabba þinn og ríki hans tekur ekki þú okkur gömlu af kalda skerinu með þér í hitann til hans?
Kveðja, Mútta

Nafnlaus sagði...

Þú varst gott barn ef ég man rétt. Prinsessa? Kannski... Veistu, ég ætla að kaupa mér lítið kot suðurfrá þegar ég verð stór. Kannski þú komir með... hver veit með kærri frá okkur Bróa.

ellen sagði...

ha ha ha thú ert frábaer.... ekki gleyma hálffraenku thinni í Sverige thegar thú finnur eyjuna thína :)