Ég: Kæri herra Guð, þetta er hún Helga.
Guð: Sæl Helga mín, langt síðan síðast.
Ég: Já, æi þú veist hvernig þetta er - bissí bissí!! Ég vildi bara spyrja þig að einu. Ekki til að móðga þig eða neitt en heldurðu ekki að þú hljótir að hafa ruglast á mánuðum?
Guð: Hvað meinarðu væna mín?
Ég: Jú núna er veturinn bara rétt að byrja og það er allt á kafi í snjó. Ég meina,það er fyrst í desember sem snjórinn á að koma. Þetta er allt að gerast heilum mánuði of snemma. Voða óhentugt og vægast sagt ruglandi.
Guð: Ja, þetta er nú eiginlega ekki mitt svið.
Ég: Hvað meinarðu? Svið, hvaða svið? Er ekki að skilja hérna.
Guð: Er ekki að meina sviðakjamma væna mín. Jú sjáðu til það eru veðurguðirnir sem ráða þessu, ég ræð öllu hinu.
Ég: Ókei, get ég þá fengið að tala við einn veðurguð?
Guð: Því miður, núna eru bara veðurguðirnir farnir í frí.
Ég: Frí, hvað meinarðu með því, hvenær er von á þeim til baka.
Guð: Líklegast ekki fyrr en í byrjun apríl.
Ég:
Guð: Helga, ertu þarna? Helga.. Helga mín... Halló.... Svei mér þá, ég held að það hafi liðið yfir hana. Blessað barnið.
Ja ekki er öll vitleysan eins!
Elskatalag.
Góða og blessaða helgi.
7 ummæli:
Þú ert snillingur :) Góða helgi.
Akkúrat thad sem ég thurfti á ad halda, takk fyrir ad koma mér í gott skap :)
Snilld, hefur þú einhvern tíma íhugað að gerast rithöfundur já eða leikritaskáld....
Þú ert engri lík mín kæra. Gulla
Skemmtilegur pistill!
Þetta er þér líkt!! hahahaha...
Þetta var gott:)
Skrifa ummæli