19.11.10

Ring ring......

Ég: Kæri herra Guð, þetta er hún Helga.
Guð: Sæl Helga mín, langt síðan síðast.
Ég: Já, æi þú veist hvernig þetta er - bissí bissí!! Ég vildi bara spyrja þig að einu. Ekki til að móðga þig eða neitt en heldurðu ekki að þú hljótir að hafa ruglast á mánuðum?
Guð: Hvað meinarðu væna mín?
Ég: Jú núna er veturinn bara rétt að byrja og það er allt á kafi í snjó. Ég meina,það er fyrst í desember sem snjórinn á að koma. Þetta er allt að gerast heilum mánuði of snemma. Voða óhentugt og vægast sagt ruglandi.
Guð: Ja, þetta er nú eiginlega ekki mitt svið.
Ég: Hvað meinarðu? Svið, hvaða svið? Er ekki að skilja hérna.
Guð: Er ekki að meina sviðakjamma væna mín. Jú sjáðu til það eru veðurguðirnir sem ráða þessu, ég ræð öllu hinu.
Ég: Ókei, get ég þá fengið að tala við einn veðurguð?
Guð: Því miður, núna eru bara veðurguðirnir farnir í frí.
Ég: Frí, hvað meinarðu með því, hvenær er von á þeim til baka.
Guð: Líklegast ekki fyrr en í byrjun apríl.
Ég:
Guð: Helga, ertu þarna? Helga.. Helga mín... Halló.... Svei mér þá, ég held að það hafi liðið yfir hana. Blessað barnið.

Ja ekki er öll vitleysan eins!

Elskatalag.



Góða og blessaða helgi.

7 ummæli:

Helga Antons sagði...

Þú ert snillingur :) Góða helgi.

ellen sagði...

Akkúrat thad sem ég thurfti á ad halda, takk fyrir ad koma mér í gott skap :)

Íris Gísladóttir sagði...

Snilld, hefur þú einhvern tíma íhugað að gerast rithöfundur já eða leikritaskáld....

Nafnlaus sagði...

Þú ert engri lík mín kæra. Gulla

Álfheiður sagði...

Skemmtilegur pistill!

Iris Heidur sagði...

Þetta er þér líkt!! hahahaha...

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Þetta var gott:)