10.12.10

Hendari eða kaupari?

Síðustu ár hef ég tekið eftir að ég fer í rosa henduskap fyrir jól. Ekki það að ég hendi endilega neinu en ég fer allavegna að hugsa um hvað við eigum nóg af öllu. Þegar fólk spyr mig hvað þau eiga að gefa Sögu og Baltasar í jólagjöf fer ég alveg í hnút. Mér finnst þau eiga allt til alls eiginlega. Gætu átt fleiri sokka og vettlinga en ekki það sem þau vilja fá í jólagjöf en fyrir utan það vantar þeim ekki neitt. Þeim langar aftur á móti í hitt og þetta sem er alveg skiljanlegt. Þegar ég var barn átti ég ekkert mikið, ekki lítið heldur bara alveg nóg. Nóg til að meta þær gjafir sem ég fékk frá fólki. Gera krakkar það í dag?

Þegar ég kemst í henduskapið langar mig að einfalda heimilið mitt. Henda því sem sjaldan eða aldrei er notað, tæma, tæma,tæma. Málið er svo að ég er gift kaupara. Ekki það að hann sé alltaf að versla en hann fer t.d aldrei á bókasafn. Kaupir heldur bækurnar, oft þá sem hljóðbók en samt líka bækur. Alltaf á útsölu!! Gera góð kaup!! Ég vill heldur fara á bókasafn, finnst líka gaman að eiga góðar bækur en ekki allar bækur eru það. Ég gef regulega úr bókahillunum og hann tekur ekki einu sinni eftir því!! Ég hef stundum pínt hann til losa sig við fatnað. Skil ekki þessa áráttu að geyma föt í mörg ár. Hefur maður ekki notað flíkina í 2 ár á maður ekki eftir að gera það. Gefa þetta allt saman, fullt af fólk sem hefur meiri ánægju af flíkinni en sá sem lætur hana bara hanga inni í skáp og safna ryki. Ég er semsagt hendarakona sem er gift kauparamanni.

Annars er ég orðin 40 ára. Og hvað gerist þá? Jú eins og við manninn mælt, sama dag bilar heilsan og ég verð veik. Lá heima í 3 daga og er enn að drösla mér saman. Algjört svindl. Gat ekki einu sinni drukkið kampavínið frá vinnunni. Fór bara að sofa snemma.

Hér eru flísalagnir að verða búnar. Mæli nú ekki með svona framkvæmdum rétt fyrir jól. Frekar taugatrekkjandi að hafa allt í rúst á sama tíma og maður er að reyna að hafa það kósí fyrir jól. En mikið déskoti verður nú fínt hjá manni og ekki talandi um heitt.Loksins hægt að pissa á litla klóinu án þess að það myndist grýlukerti!

Jæja hvað er hægt að finna skemmtilegt að spila á þessum nístingskalda desemberdegi? Vildi finna eitthvað bráðhallærislegt og gamalt. Held að mér hafi tekist vel til(takið eftir tækninni). Þori að veðja að þetta er lag þú heyrir ekki oft.



Megi alheimurinn gefa þér góða og hlýja aðventu.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég er svona hendukona, en Brói vill safna öllum fjand..... Til hamingju með að geta pissað í hlýjunni með kærri kveðju af Hólabrautinni.

ellen sagði...

já eg kann thetta med framkvaemdir fyrir jólin, allt of oft höfum vid gert thetta, en ekki í ár... ;)Annars er gott ad hafa einhverja svona "deadline" ens og td jólin thví thá eru líkurnar á ad thetta verdi klárad meiri :)Annars gaman ad fylgjast med ykkur tharna hinum megin vid "gränsen" Skemmtilegar bloggfaerslur!

Íris Gíslad sagði...

Hef komist að því undan farið að ég er ekki hendari! Langt því frá, en ég stóð samt í þeirri trú að ég væri það :(