Því hér er mikið hlæ hlæ. Græt stundum úr hlátri þegar ég fer inn á eina af mínum uppáhalds síðum awkwardfamilyphotos. Það voru einhverjir ungir menn sem byrjuðu á þessari síðu sem smá gríni yfir öllum hallærislegu myndunum sem fundust í myndaalbúmunum þeirra en þetta vakti gífurlega lukku hjá öllum sem komu inn á síðuna og fólk sendi inn myndir af sínum fjölskyldum alveg í hrúgum og nú er þessi síða stappfull af hallærislegum myndum. Læt ensku tekstana fylgja, svo ansi fyndið. Fólk getur verið alveg frábærlega fyndið án þess að ætla sér það. Smá sýnishorn frá þessari skondnu netsíðu.
Who Brought This Guy?
You should see dad’s poker face.
Birthday Casual
We’re going to give dad credit for the cake.
Indifferent Strokes
A friend thought some plants would liven up the place.
Mr. Super Casual
He’s getting married, but hey, it’s all good.
Hair Band
In this family, you go bald. You’re out.
Look At It
These two are considering having one of their own.
Svei mér þá ég held að við eigum ekki svona margar bjánamyndir heima hjá mér!! Jæja skellum okkur í tónlistina.
Gleðilega helgi.
1 ummæli:
Yndislegar myndir, ég heyri nú alveg hláturinn í þér þegar þú skoðar þetta. Það væri gaman að pósta fermingarmyndum frá okkar tímabili þær eru víst örugglega geggjaðar eins og hártískumyndin ber merki.
bestu kveðjur, væri skoo til í að vera komin í sólbað með þér.
Skrifa ummæli