13.5.11

Sorgarblogg


Fyrir viku síðan dó amma mín á Nesinu. Mamma hringdi í mig um miðjan dag og sagði mér þær sorglegu fréttir. Þrátt fyrir að hún hafi verið 88 ára átti ég alls ekki von á að þetta væri neitt í nánd. Ég var mikið hjá henni og afa sem barn, bjó hjá þeim fyrstu árin og svo aftur þegar ég var í menntaskóla. Búin að vera frekar aum þessa vikuna. Fer heim í næstu viku til að vera við jarðaförina hennar. Hef aldrei verið í Reykjavík án þess að heimsækja hana. þetta verður erfitt og skrýtið og sorglegt. Mikið á ég eftir að sakna hennar. Hún var góð amma. Er svo fegin að hafa farið til Íslands í mars og hitt hana. Veit að þetta hefði verið helmingi erfiðara hefði ég ekki séð hana síðan í fyrra sumar.Núna þarf ég bara að læra að lifa með að hún sé farin og hugga mig við það að hún átti langt líf og þurfti ekki að þjást í fleiri ár áður en kallið kom. Hlustum á eitt íslenskt í minningu um góða konu.



Verð á Íslandi eftir viku svo að það verður ekki bloggað hér fyrr en eftir 2 vikur.

Góða helgi.

7 ummæli:

Auður Stefánsdóttir sagði...

Innilegar samúðarkveðjur til þín og fjölskyldu þinnar kæra frænka. Megi guð og góðir englar vera með ykkur. Kveðjur Auður og Níels

Nafnlaus sagði...

Samúðarkveðja til ykkar, amma þín var góð kona. Kveðja frá okkur Bróa.

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Ég samhryggist þér og þínum vegna fráfalls ömmu þinnar.Kærar kveðjur,Svanfríður.

Nafnlaus sagði...

Samúðarkveðjur elsku Helga mín.

Kveðja,

Guðrún Sigfinns

Íris sagði...

Ég votta þér og þínum samúð mína.

Arna Ósk sagði...

Innilegar samúðarkveðjur til þín og þinnar fjölskyldu.

Álfheiður sagði...

Samúðarkveðjur til þín og þinna.