23.9.11

Stóra stelpan mín

Saga kom heim í gær frá leirskole. Allt gekk vonum framar og hún sýndi í þessari ferð hvað hún er orðin stór og sjálfbjarga. Hún svaf ásamt hinum stelpunum í bekknum í eigin húsi og kennararnir sváfu annar staðar. Fyrsta skifti sem hún sefur svona ein án þess að nokkur fullorðin sé með henni. Fyrsta kvöldið var farið í smá fjallaferð. Leiðin niður var víst erfið því það var niðamyrkur, það rigndi og leiðin var bæði brött og þakin stórum hálum steinum. Kennarinn hennar varð að hjálpa öðrum kennara sem er ólétt svo að Saga var bara ein með nokkrum stelpum í bekknum og þær stauluðust þetta saman í myrkrinu. Ekki málið. Síðasta daginn var farið í 11 km fjallagöngu. Heyrðist ekki píp frá minni, þrammaði upp fjallið eins og hún gerði aldrei neitt annað. Grunar að hún hafi vaxið mikið í þessari ferð. En hún var glöð að hitta mömmuna sína aftur. Hafði saknað mín mikið að eigin sögn en minntist aldrei á þetta við kennarann sinn svo að mömmu grunar að hún segi ýki stundum pínu, svona til að gleðja mömmu hjartað. Það er alveg í besta lagi. Miða við prógrammið hjá þeim sé ég ekki hvenær hún hafði tíma fyrir söknuð. Þau voru alltaf að gera eitthvað spennandi. Rosalega sniðugt að allir 7. bekkingar í Noregi fari í svona ferð. Þau læra svo mikið af þessu. Kveikt bál á hverjum degi og grillað, hægt að sigla á kanó, farið í fjallaferðir, lært um nátturuna, stafkirkjur skoðaðar og lært um þær og svo kvöldvökur á hverju kvöldi. Og svo var víst maturinn ægilega góður að sögn dóttur minnar. En það var þreytt stelpa sem lagði sig í gærkvöldi og erfitt að fá hana á lappir í dag. Verður gott að slappa af um helgina.

Baltasar aftur á móti gerði það gott í hlaupi í síðustu viku. Skólinn hans safnar alltaf inn peningum til barna í Afríku með að hlaupa svokallað Levrejoggen. Þar hlaupa þau 4 km. Minn maður kom í 11 sæti af ca 600 börnum. Duglegur drengur. í dag fer hann svo í fyrsta skifti einn í strætó. Mamman pínu svona smá.... en hei, hann þarf að fullorðnast drengurinn. Verð bara að venjast því.

Nú og svo vorum við með góða gesti síðustu helgi. Gerðum bara fullt, höfum það huggulegt saman og strákarnir skemmtu sér rosa vel. Hlakka til að þau komi aftur.

Jæja verð víst að vinna líka!!!Gleðilega helgi.

2 ummæli:

ellen sagði...

gaman ad heyra hvad gekk vel hjá henni, og já thetta er frábaert fyrir krakkana ad fara í svona ferdir :)

Gledilega helgi, kvedjur frá landinu vid hlidina, hér er ad verda ansi haustlegt!!

Íris sagði...

Manni finnst alltaf mjög skrítið þegar maður uppgötvar að börnin þurfa ekki eins mikið á manni að halda og maður sjálfur heldur.