Þegar við fluttum til Noregs var Baltasar 7 mánaða og Saga rúmlega 2 ára. Húsbandið fór strax að vinna en ég var heima í nokkra mánuði og fór svo að böglast við að vinna sjálf. Lenti í ýmsu rugli varðandi vinnu sem ég segi frá seinna. Fyrstu 4 árin var það ég sem keyrði krakkana til og frá leikskóla á hverjum degi. JC var venjulega farin í vinnuna þegar við fórum á fætur en hann fór út milli 6 og 6:30 á morgnana og var komin heim ca 10-11 tímum seinna. Ég átti að vera mætt i vinnuna kl 8 svo að ég fór að heiman kl 715 og komin heim með krakkana rúmlega 4 á daginn.
Þegar við fluttum hingað þekktum við nánast enga hérna fyrir utan fjölskyldu JC sem er lítil og ekki neitt sérlega samheldin og svo Ollu frænku mína og hennar fjölskyldu. Áttum eitt vinapar sem bjó í Osló sem við sáum sjaldan. Fyrsta árið vorum við svo þreytt að við sáum stjörnur hvern dag. Baltasar svaf ekki almennilega á nóttunni fyrr en hann var rúmlega 3 ára svo fyrir utan að fara snemma á fætur hvern morgun til að fara í vinnu sváfum við líka með eindæmum lítið á nóttunni. Saga var líka alveg skelfilega morgunhress svo að hún var komin á fætur ekki seinna en 6 ár morgnana hressarin en allt hresst. Var ég búin að segja frá þegar við fórum í göngutúr niður Laugarveginn með hana á bakinu kl 5 um nóttu á aðfaranótt sunnudags og hittum allt djammliðið? Geri það kannski seinna. Ég átti allavegna ekkert félagslíf á þessum tíma en ég var einfaldlega of þreytt til að sakna þess eitthvað að ráði.
Það tók líka smá á taugarnar að fara í fjölskylduboð með krakkana á þessum árum því þau voru útum allt - alltaf. Það var ekki fyrr en Saga var byrjuð í skóla að við hjónin borðuðum saman í þessum boðum. Fyrir þann tíma voru vaktaskifti. Annað hljóp um og elti börnin og passaði upp á að enginn stingi af meðan hitt tróð í sig mat á ógnarhraða svo að við bæði gætum borðað meðan maturinn var heitur. Ef einhver man eftir bókinni Kötturinn með Höttin þar sem hann náði í 1 og 2 sem fóru hamförum um heimilið þá færðu hugmynd um hvernig þessi boð gátu verið. Áttum í erfiðleikum með að fá barnapíur fyrir bæði í einu, þær fengu nánast taugaáfall eftir 2 tíma með krökkunum og komu aldrei aftur svo að það varð úr að við fórum aldrei neitt tvö saman.
Ég var staðráðin í að kynnast fólki sem fyrst og til þess að gera það og fá smá tíma fyrir sjálfa mig í leiðinni dembdi ég mér í stjórnarstörf. Kom mér í stjórn Downs Syndrom félagsins hérna og sat í þeirri stjórn í 3 ár. Reyndi eftir megni að kynnast fólki en það var ekki svo létt eins og ég hefði óskað. Saknaði vina minna í Danmörku og æskuvinkvennana frá Íslandi en þraukaði samt. Núna tæpum 10 árum seinna er ég komin með ágætis vinkonuhóp. Ekki æskuvinkonur að sjálfsögðu en búin að eignast góðar vinkonur engu að síður. Sit að vísu enn í stjórnarstörfum og er orðin pínu lúin svo að ég held að ég ætli að taka mér smá pásu eftir þetta tímabil.
Það sem ég lærði af þessum árum var að ekki gleyma sjálfri sér alveg í amstri hversdagsleikans. Mikilvægt að reyna að finna eitthvað utan veggja heimilisins sem maður getur gert sem er gefandi og fyllir mann smá orku eða bara gleði.
Í dag er ég miklu duglegri en húsbandið að fara út og taka mér smá pásu frá húsmæðrastörfum og verkefnastjórnun á heimavelli. Norðmenn eru ekki eins félagslyndir og íslendingar en smá hitting eru þeir nú alltaf til í og þá er mín mætt. Fer og hristi af mér spikið(svona öðru hverju allavegna), fer í göngutúra á kvöldin(þegar orka og veður leyfir), er með SPA kvöld einu sinni í viku þar sem ég krema mig hátt og látt og geri mig sæta. Mér finnst ég bara vera orðin duglega að finna upp á einhverju þegar sú þörf gerir vart við sig. Tek það fram að þessi frekar orkumiklu börn mín eru orðin rólyndisfólk í dag og viss ró búin að færast yfir heimilið og okkur öll. Já lífið og lærin eru töluvert öðruvísi núna en fyrir 9 árum síðan.
Byrja helgina á þessu mæta lagi með Íslandsvinum honum Damon. Verður róleg helgi með okkur Baltasar einum heima. Fer út að borða með vinkonu á morgun, og svo verður bara slakað á yfir sjónvarpinu. Næsta helgi = bústaðurinn nýi. JIBBÍÚIÍ.
Góða helgi.
2 ummæli:
Góður pistill Helga. Sé nú pínu sjálfa mig í honum :) Kannski gera það flestar konur. En ég kannast við lýsingarnar á 1 og 2 nema sá yngsti tekur að sér hlutverk beggja :) Þörf áminning þetta með að gleyma ekki sjálfum sér.
Þakka þér fyrir skrifin Helga mín, og innilega til hamingju með Sögu. Rétt, það er ekki auðvelt að ala upp börn, en hver svosem sagði að það ætti að vera barnaleikur? Afmælispistillinn var yndislegur, bæði hreinskilinn og jákvæður. Gangi ykkur vel með kærri frá okkur Bróa
Skrifa ummæli