Já svona getur verið snúið að telja vikur fyrir íslending. Norðmenn og danir eru þræl vanir í vikutalningu. Man eftir því þegar ég flutti til Köben og fólk var að bjóða mér eitthvað. Ég var spurð hvort ég gæti komið í partý í viku 48!! Ha sagði ég bara, hvað meinarðu. Þá var maður kannski í viku 38, Fannst það nú heldur mikið að planleggja fleiri mánuði fram í tímann. Og það partý! Ég var meira svona týpan að ákveða mig hér og nú og láta verða af því án þess að spekúlera í hvaða vika væri. Í dag eftir 20 ára búsetu í þessum löndum er ég farin að planleggja langt fram í tímann, sjaldan þó í vikum nema í viku 8 og viku 40 því þá eru skólafrí. Annars veit ég aldrei hvaða vika er eins og sjá má.
Annars er háannatími hjá okkur hjónum í leigubílaleiknum. Hann gengur út að að keyra börnunum okkar út og suður. Baltasar er í fótbollta og fer á snowboard nánast daglega, Saga er í sundi, fimleikum, skíðanámskeiði og píanótímum. Og það þarf að keyra þeim í allt þetta. Skiftumst að vísu á með strákakeyrslu því þeir eru svo margir í bekknum hjá Baltasar sem iðka skíði en því miður ekki hægt með Sögu. En ætla ekkert að kvarta, er rétt yfir háveturinn sem er svona mikið að gera. Og ekki hanga þau fyrir framan tölvu eða sjónvarp á meðan.
Annars verð ég nú að monta mig af henni dóttur minni. Hún syndir 700 metra hvern mánudag og 300 metra hvern fimmtudag. Það er bara heill kílómetri sem hún syndir í hverri viku. Finnst það nú bara alveg ágætt. Svo byrjaði hún í píanótímum í síðustu viku. Búin að læra að spila eitt lag. Hún bara situr og æfir daglega og hefur gaman af. Mamma mér finnst svo gaman að læra sagði hún í dag. Já það verður að viðurkennast að henni finnst það, hún hefur alltaf verið rosalega dugleg í að æfa sig í því sem hún er ekki góð í og svo verður hún nátturulega góð í því. Vildi óska að bróðir hennar hefði þetta sama viðhorf. Hann er meiri svona þetta reddast týpan. Greinilega íslendingurinn í honum. En ég segi það sem ekki alveg, því ef hann hefur nægan áhuga svona eins og að verða góður á snowboard æfir hann og æfir. Er orðin ansi góður drengurinn. Mér finnst þetta vera hálf hættulegt svo að ég er með hjartað í buksunum þegar ég horfi á hann gera einhver hopp. Slapp af mamma segir drengurinn þá. Honum finnst ég vera skræfa(sem ég er).
Ég er að fara í konupartý í kvöld og fann þetta stuðlag í því tilefni. Hver var ekki búin að gleyma þessu lagi?
Gleðilega helgi.
4 ummæli:
Ég á einn tölvuinnipúka sem ég mundi glöð skutla í einhverjar tómstundir :) Er með einn sem þarf að skutla á körfuboltaæfingar 2x í viku (er plöguð af lélegum strætósamgöngum) og svo bætist daman við í skutl á norskunámskeið, sem ég er afar glöð með. En þetta setur tómstundum okkar hjóna óneitanlega höft svo þið hljótið að vera mjög heft hihihi :) En maður gæti verið að fást við eitthvað verra ekki satt. Góða skemmtun í Partýi
Þetta er full vinna á stundum að sendast og skutlast. Gaman að heyra að Saga skuli vera farin að læra á píanó. Kærust í bæinn frá okkur Bróa.
Þið eruð snillingar!!
En snowboard kallast snjóbretti og buksur eru buxur hehe Helga norska!!
Skari bró!!
Ég tek ofan fyrir ykkur með aksturinn. Ég fæ hroll þegar þessi kafli hefst hér að vori EN það er ekki hægt að neita því að innst inni er þetta ágætt, svo lengi sem börnin njóta þess.
Skrifa ummæli