Hér eru nokkrar myndir teknar uppi í bústað síðustu helgi. Við hjónakornin fórum í göngutúr um nágrennið og hittum 2 dádýr og svo sænsk hjón sem við spjölluðum við. Hjónin það er að segja. Fann þetta ægilega sæta rauða hús og varð bara að taka mynd af því (ekki það að það var svo erfitt að finna það - lá við veginn). Og þessi fíni viðarstafli blasti við mér líka við veginn. Það kennir greinilega ýmissa grasa við þennan veg verð ég að segja. HMM!!
Við skruppum líka til Karlstad sem er höfuðborgin í Värmland og sjoppuðum smá. Náðum svo að þvo veggina á ganginum sem voru með 40 ár skít á sér og hreinni vegg hef ég bara ekki séð lengi. Húsbandið málaði eina umferð grunn og svo höldum við áfram næst. Ætla líka að fara að henda einhverju upp á veggina í stofunni. Fer að verða svo kosí. Hlakka svo til að eyða sumarfríinu þar. En ekki örvænta, við komum líka til Íslands. Búin að panta og fékk þennan spotprís hjá Norwegian. Þeir byrja að fljúa 3x í viku í sumar. Baltasar kemur fyrst einn, flýgur meira að segja einn í fyrsta skifti. Svo komum við Saga 2 vikum seinna og verðum í 2 vikur. Í ár verð ég í 5 vikna samfleyttu sumarfríi. Verður bara geðveikt. Vinn af mér eina viku á næstu 6 mánuðum svo að ég þarf ekki einu sinni að eyða mínum 5 vikum í þetta frí. Á eina til góða fyrir jólafríið. Það verður sko ekki einleikið hvað ég verð afslöppuð og slök eftir þessar 5 vikurnar.
Og svo var það lag vikunar. Yndislegt bara.
Gæða helgi.
5 ummæli:
Mikið er þetta fallegt hjá ykkur, hlakka til að sjá fleiri myndir þegar allri yfirhalningu verður lokið!
Góða helgi,
Íris Heiður
Gullfallegt hjá ykkur Helga mín og flottar myndir. Það verður gaman að fá að vera þarna.
kv, Mútta
Rosalega flott hjá ykkur, kannski manni verði boðið í heimsókn við tækifæri ... hint hint ;)
Klem Aldís
Glæsilegt! Hlakka til að koma í heimsókn, einhverntímann......
Skemmtilegt að sjá umhverfið þitt og myndirnar fallegar. Þið eigið eftir að njóta ykkur í botn:)
Skrifa ummæli