16.3.12

Lítið að gerast

Nema náttúrulega það að snjórinn er að mestu farin. Lovlí. Nú er maður farin að finna fyrir vorinu en hér í Noregi er samt engin ástæða til að fagna of snemma. Getur dælt niður snjó alveg fram í maí.Vona að það verði ekki raunin í ár.

Síðustu helgi var brunað í bústaðinn að gera við rafmagn. Planið var að skifta um öll öryggi í rafmagnstöflunni sem er staðsett í kjallaranum. Komum á staðin og fundum ekki lykilinn að kjallaranum. Er enn týndur!! Svo að plan B er að brjóta upp hurðina á kjallaranum til að komast inn. Alltaf eitthvað hægt að finna að eyða peningunum sínum í. En rafmagnið er samt komið í lag. Álpaðist inn til nágrannans og fór eitthvað að tala um þetta og minn maður bara rafvikri dreif sig á staðinn, fann rafmagnstöflu á tré úti í lóð og reddaði málunum á nóinu.

Dóttir mín spurði mig í gær hvort pylsur væru hollar. Nei svaraði ég, en þær eru matur! Er ekki alveg viss um hvað mér finnst um það svar. Maður ætti kannski bara að sleppa að borða þennan fjanda.

Jæja núna er ég bara komin með nóg af íslenskum lögum svo að ég er hætt í þeirri deild í bili.Hér er eitt flott.


Góða helgi.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...


Nei Helga mín pylsur eru ekki matur nema þær séu heimagerðar.
Þetta var frábær tilviljun með rafvirkjann nágranna ykkar. Alveg nóg að þurfa að brjóta upp hurðina í kjallaranum.
kv, Mútta

Íris sagði...

Gott að eiga góða granna :) Gangi ykkur vel með innbrotið.