1.6.12

Ferðalög

ÉG ER AÐ FARA TIL SUÐUR AFRÍKU Í NOVEMBER!!!

Vikuferð sem er í boði tengdó. Þau eiga gullbrúðkaupsafmæli og bjóða öllum börnum og barnabörnum í aðra heimsálfu í heila viku. Næs segi ég bara. Búum á litlu pensjónati 100 metra frá ströndinni í baðstrandarbæ 30 mínútum frá Cape Town. Ferðin hefst 8 nóvember, á brúðkaupsafmæli okkar hjóna. Tengdó eiga brúðkaupsafmæli 2 dögum eftir. Nóvember er venjulega alveg hundleiðinlegur mánuður með skítaveðri svo að það verður ekkert smá ljúft að komast í vorhitann í Suður Afríku þegar allt er kallt og dimmt heima. Þessar myndir eru frá bænum sem við búum í.
Svo þegar þessi ferð er búin er planið að koma til Íslands um jólin. Erum samt ekki alveg komin með það á hreint, fer smá eftir flugmiðaverði. Sumarbústaðurinn tekur smá í budduna þessa dagana eins og við mátti búast. Fengum nett sjokk þegar rafmagnsreikingurinn fyrir vetur-vor kom svo að við sjáum okkur ekki annað fært en að kaupa nýja ofna í allt húsið. Þessir gömlu eyða ruglaðslega miklum pening. Eins og sjá má á næstu mynd þarf maður samt ekki að fara til S-Afríku til að fá sól. Var algjör Mallorca blíða síðustu helgi upp í bústað svo að yours truly var úti að vinna á bikiní. Og gúmmístígvélum!!! Og heimasætan sólaði sig eins og sjá má.

Jæja er rokin á íþróttamót með heimasætunni. Sundmót í kvöld og 100m og 400m hlaup á morgun. Svo er bara rétt rúm vika í að einkasonurinn kemur til Íslands. Fyrsta skifti einn í flugi:-s

Lag vikunar er um S-Afríku og ástandið eins og það var undir Apartheit. Sem betur fer er það liðin tíð en þetta er nú samt gott lag þrátt fyrir það og fyrst ég er í smá Afríkuskapi svo fannst mér þetta lag viðeigandi.Gleðilega helgi.

2 ummæli:

Íris sagði...

Jeremías en spennandi, ekki amalegt að fá svona glaðning :) Við vorum að tékka að gamni á flugmiðaverði til Íslands rétt fyrir áramótin og það var dýrt :( Krökkunum fannst áramótin svo ömurleg hér að við vorum að gæla við að fara kannski til Íslands. Er alvarlega að velta því fyrir mér hvort ég eigi ekki frekar að skipuleggja gott áramótapartý með hressu fólki.

Nafnlaus sagði...

Vá en spennandi, thvílíkt aevintýri :)

//Ellen