25.5.12

Kvikmyndagagnrýni!

Ef þú hefur ekki séð kvikmyndirnar Country Strong med Gwyneth Paltrow, eða Buried með Ryan Reinolds og þér langar rosa að sjá þessar myndir EKKI lesa meira.

Um daginn sá ég mynd sem heitir Country Strong. Hún fjallar um fræga kántrí söngkonu sem er í meðferð - í x. skifti. Kallinn hennar nær í hana viku of snemma úr meðferð, hún öll voða brothætt en samt sem áður fara þau í stóra comeback tónleikaferð þar sem henni mistekst aftur og aftur að halda tónleika. Fyrir utan þetta fylgjumst við með ungu fólki sem er að byrja sinn kántríferil og sjáum hvernig þau verða ástfangin. Voða kjút. Myndinni líkur með að frægu stjörnunni tekst að klára síðustu tónleikana í ferðinni með glans og svo fer hún inn í búningsklefa og fremur sjálfsmorð !!!

HALLÓ, afhverju býr maður til mynd sem er bara eymd og volæði frá byrjun til enda. Engin von, bara dauði og pína. Sorrý en ég skil ekki svona. Afherju gat hún ekki bara klárað þessa tónleika svo the end. Svo að maður hefði kannski haldið að hún gæti rétt sig við og fundið sig sjálfa upp á nýtt. Og það fólk sem er bölsýnt að eðlisfari myndi þá komast að þeirri niðurstöðu að hún myndi drepa sig í lokin. Miklu betra fyrir sálartetrið.Gef myndinni 3 stjörnur af 6 mögulegum. Mest fyrir sæta kábbojann sem sem fær ástina sína í lokin.

Svo sá ég aðra mynd. Buried. Hún fjallar um mann sem er rænt af einhverjum hryðjuverkamönnum. Þeir grafa hann niður í jörðina í kistu. Hann er ofan í þessari kistu alla myndina, alveg að kafna. Jörð fer að sígast inn í kistuna og hann er alveg að drepast úr innilokunarkennd og ótta. Svo upphefst rosa kapphlaup milli vondu kallana og góðu kallana í von um að góðu kallarnir finni hann áður en hann kafnar og deyr. Og viti menn, haldið ekki að kappin kafni og deyji áður en þeir finni hann.

HALLÓ AFTUR! Eyddi ég í alvörunni 95 mínútum af mínu lífi með innilokunarkennd allan tíman bara til að sjá aðalhetjuna deyja. Disappointed!. Gef þessari myndi mínus 2 stjörnur af 6 mögulegum!

Ég verð að viðurkenna geri þær kröfur til enskra kvikmynda að í þeim sé alltaf snefill að sósíal realisma(fyrir utan Monty Python myndir að vísu). Ég geri EKKI sömu kröfur til amerískra kvikmynda - nema þær séu í brúntónum. Ef eru glaðir og bjartir litir í amerískum myndum verð ég voða vonsvikin ef aðalsögupersónan deyr. Eru myndirnar í brúntónum sætti ég mig miklu betur við að aðalsögupersónan drepist í miðjum klíðum. Lógískt, finnst mér.

En... nú þurfið þið allavegna ekki að sjá þessar kvikmyndir! Sleppið við þá pínu:-D

Hvað er meira viðeigandi en að spila smá melankólíu á þessum fína degi. Þessi diskur er í miklu uppáhaldi þessa dagana.Góða helgi. Er farin upp í bústað fram á mánudag í þessari sumarblíðu sem við erum svo heppin að njóta þessa dagana.

3 ummæli:

Íris sagði...

Takk fyrir að deila þessari ryni með okkur. Eg held eg sleppi þvi alveg að sja þessar myndir :) fekk innilokunarkennd bara við að lesa um manninn i kistunni...Njotið goðviðrisins i botn :)

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Takk fyrir að tala um þessar myndir því ég hefði verið til í að sjá þær en ekki núna. Ég nefnilega deili sömu skoðunum og þú í þessum málum:)

Nafnlaus sagði...

er svo sammála, tholi ekki ad eyda tíma í ad horfa á (Já ad vísu) amerískar myndir sem enda illa...

//Ellen