11.5.12

Eldhúsið mitt



Ég var víst búin að lofa þegar við skiftum um eldhús að sýna ykkur hvernig nýja eldhúsið lítur út. Held að ég hafi gleymt því svo gjörið svo vel. Ég kynni nýja eldhúsið mitt sem er ekki alveg búið! Vantar yfir vaskinn og smá finish svo að það náðist ekki á mynd!

Annars bara allt ok hér í fréttum. Var að taka niður jólakransinn af útidyrahurðinni. Nú fer maður að verða tilbúin í sumarið. Erum að henda okkur í garðvinnuna. Er vongóð þrátt fyrir að vorið sé eitthvað lengi að komast í gang. Það hlýtur að vera á leiðinni og þá er mikilvægt að blessuð blómin séu komin á sinn stað, hrein og fín eins og börn á aðfangadagskvöldi. Ég er búin að taka þá ákvörðun að læra aðeins meira um garðrækt því ég get því miður ekki státað af mikilli kunnáttu í þeim geiranum þrátt fyrir að ég sé með smá garð. Held að það borgi sig líka uppi í bústað því lóðin þar er risa stór og í algjörri órækt. Jæja ætla að fara að grilla hamborgarara í rigningunni. MMMMMM.


Hér er eitt eldgamalt og gott og laaaangt.



Glóða helgi.

1 ummæli:

Íris sagði...

Gleðilegt sumar :) og töff eldhusið þitt