11.11.06

Borðið þér orma frú Norma ?


Ekki það nei, kannski má þá bjóða þér uppskrift að pasta sem ég eldaði um daginn. Svona líka agalega gott verð ég að viðurkenna. Ég kem stundum á óvart í matseldinni. Tek það samt fram að þetta er ekki neitt "fast food" frekar í ætt við slow food! Uppskriftin svo hljóðandi:

slatti sherrytómatar eða aðrir frekar litlir tómatar(svona ca 1 bakki fyrir 2 og svo bætir maður bara við eftir þörfum)
Tómatarnir skolaðir, þerraðir og sneiddir í 2 hluta. innmaturinn tekin úr og hreinlega hent.Ofninn settur á 125 gráður og tómatarnir settir í eldfast fat, smá olíu, salti(maldon eða álíka) og pínu sykri stráð yfir. Hægt að strá fersku tímian yfir ef maður vill. þetta er svo látið vera í ofninum í 3-4 tíma og snúið svona á klst fresti.Teknir út áður en þeir byrja að verða brúnir.

1-2 hvítlauksrif
slatti góð Ólívuolía
hnefafylli Blad steinselja eða venjuleg
salt pipar
Spagetti/pasta eftir lyst

Þegar tómatarnir eru tilbúnir(um kvölmatarleitið)þá hakkar maður hvítlauk og steikir í góðri Ólívu olíu, bætir tómötunum útí og blandar nýsoðnu pastanu við, blandar saman og setur steinselju og parmesan yfir. Að lokum dreifir maður heimagerðum "krútons" yfir. Þetta er svo borið fram með góðu víni.

Heimagerðir "krútons"


Nokkrar brauðsneiðar sneiddar niður í teninga, steikt á pönnu með rosmarín olíu(leggur heila rósmarín greinar í olíuna)steikir þar til stökkt og saltað smá.

Verði þér að góðu!

5 ummæli:

Valkyrjan sagði...

Hæ Helga mín, fannst frekar fyndið að detta hér inn. Ég hef nú eitthvað reynt fyrir mér í blogginu líka en verið frekar slöpp ... kíki aftur við tækifæri !

Guðrún "Florida-búi"

kollatjorva sagði...

Hæ skvís,
Ekkert smá girnileg uppskrift.. ég á pottþétt eftir að prófa þetta við tækifæri..
En vefurinn sem við erum að forrita er Games on demand vefur fyrir Telenor. Slóðin er www.soip.no ef þú vilt kíkja
kv.
Kolla

Álfheiður sagði...

mmmmmmm hljómar vel! Spurning um að prófa þetta við tækifæri.
Kv. Álfheiður

Nafnlaus sagði...

Þetta hljómar aldeilis vel, en maður þarf að stefna að þessu með smá fyrirvara. Ég prufa þetta alveg örugglega.
Kíki á þig aftur seinna víst þú ætlar að vera svona dugleg kona.

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Blessuð Helga Dís..þetta lítur ekki neitt smá vel út og ég á örugglega eftir að prófa þetta við gott tækifæri.
Gaman að sjá hvað Saga er að taka sér fyrir hendur og líka að skyggnast inní þitt líf. Hafið það gott, Svanfríður.