hóst hóst, snöff snöff - ég ,naglarótarbólga á stóru tá með bólgum og sýkingu - dóttir....And that's all I have to say about that!
Tónlist getur maður samt alltaf haft gaman af þrátt fyrir hor og gröft og einmitt á svoleiðis tímum þarf maður á einhverju gömlu og góðu að halda. Einhverju sem iljar manni um hjartaræturnar. Þetta lag er lagið okkar Jan Chr. Var vinsælt á þeim tíma sem við vorum að byrja að hittast og seinna var þessi diskur spilaður mikið á okkar heimili og er enn. Lisa Ekdahl heitir þessi svenska flicka og lagið Vem vet!Enjoy!
Góða heilsu og helgi.
p.s Mér finnst Páll Óskar eiginlega frekar lélegur söngvari - sammála - ósammála?(Var að hlusta á bylgjuna og varð bara að deila þessum pælingum og heyra álit annara á þessum stórmerku vangaveltum)
7 ummæli:
ég er sko alls ekki sammála þér. Mér finnst hann syngja eins og engill. vonandi fer horin að minnka. góða helgi. kær kv.Anna
Það fer eftir stuðinu sem ég er í hvort mér finnist hann syngja vel eða síður vel.
Láttu þér batna. Svanfríður
Vó...Páll Óskar er að mínu mati besti söngvari þjóðarinna og uppáhalds söngvarinn minn;o)
Vona að þér og stórutánni batni fljótt:o)
Gæti ekki verið meira ósammála þér. Páll Óskar er í sérstöku uppáhaldi hjá mér og nýjasti diskurinn er orðinn "aðalþrifdiskurinn" minn. Kemst alltaf í stuð!! Annars er hann bestur þegar hann er í rólega gírnum. Láttu þér batna í tánni ;)
Kv, Íris
Palli er ekki lélegur söngvari, nei en kannski ekkert allra tónlistin sem hann var að gefa út. Er mjög góður í því sem hann gerir, það er alveg á tæru. Stóra táin hefur haft einhver áhrif á þennan sleggjudóm þinn, en kannski bara þitt álit......
Finnst thetta lag med Lisa alltaf jafn gott... (en svo engin fleiri gód lög med henni)
En mér hefur aldrei fundist Páll Òskar skemmtilegur fyrr en ég fékk nýjustu plötuna hans í afmaelisgjöf fyrir jólin og skipti alveg gjörsamlega um skodun :)
Mér finnst Páll Óskar flottur söngvari og einlægur. Stóratáin þín er aftur á móti léleg! Kveðja í bæinn þinn. Gulla Hestnes
Skrifa ummæli