29.2.08

Freaky Friday

I feel pretty,
Oh, so pretty,
I feel pretty and witty and bright!
And I pity
Any girl who isn't me tonight.

Jamm það er nú alveg orð að sönnu að hárgreiðslan skapa manninn. Fór í klippingu í gær og er barasta orðin ansi stutthærð. Sumarhárgreiðslan komin á sinn stað. Alveg merkilegt með úrsérvaxið hár að maður getur gert eitthvað við það lengi vel en svo allt í einu er eins og hárið segi "hingað og ekki lengra" og þá er barasta ekkert hægt að gera annað en fara í klippingu. Og það gerði ég semsagt í gær. Fór líka í gymmið og í ljós, hef nú ekki gert það í nokkur ár en ég er búin að ákveða að vera komin með smá roð í kinnar fyrir Rómar ferðina. Nenni sko ekki að vera sjálflýsandi þar með allt þetta lekkera ítalska fólk allt í kringum sig. Comprende!

Lag vikunnar er "so Casablanca in the good old days" og þá meina ég ekki myndina.Ekta stuðlag svo stattu upp og shake som ass.




Er annars farin í "hytte" ferð eina ferðina enn. Förum með vinafólki okkar langt upp á fjall, 3 tíma keyrsla.Vonandi verður veður eins og síðustu helgi, 5 stiga hiti og sól. Fínt að gönguskíða í svoleiðis veðri.Annars eru komnar nýjar myndir hér.
Góða og heilbrigða helgi.

p.s ég sá að Adda frá Öresundskollegie-dögunum kvittaði hjá mér um daginn. Long tæm nó sín segi ég bara, var einmitt að skoða myndir frá þeim tíma. Mikið stuð verður að segjast.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Oh þetta lag er svo skemmtilegt, þegar ég loka augunum er ég mætt á casa. kv Anna

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Mikið samgleðst ég þér með að hafa farið í yfirhalningu:)