15.2.08

helgi pelgi

Jamm, komst í gegnum eina vikuna enn. Bílinn kominn, alveg eins og rjómaterta í bílskúrnum hjá mér svo fínn og hreinn er hann. JC að fara að ná í skiltinn í dag svo við getum farið að keyra hann.Kvöldið sem hann kom voru krakkarnir svo spennt að við urðum að fara í smá bíltúr með þau í náttfötunum.Annars bara allt við það sama.

Var hringt í mig úr skólanum(gæslunni) hans Baltasar í gær og mér tilkynnt að hann væri orðin veikur, rosa óglatt og slappur. Ég var að koma með Sögu frá lækni og var á leiðinn í apotekið og var svo búin að lofa henni að fara á kaffihús og hafa það kósí saman. Við að sjálfsögðu keyrðum í loftköstum að ná í Baltasar sem virkaði nú ekki neitt slappur. Í bílnum spurði ég hann svo hvað hann hafði borðað yfir daginn, jú eitt hrökkbrauð og einn kökubita (það var eitthvað kökustand í skólanum í gær) og þetta var allt sem hann hafði borðað frá kl 7:30 um morguninn og þarna var kl 14. Fór með hann heim og lét hann borða restina af nestinu sínu og viti menn barnið varð alhraust aftur!! Búin að margbiðja liðið um að passa að hann borði því það er ekki hans sterka hlið. Svei mér þá.

Fór með Sögu til læknis aftur í gær því táin var bara ekkert skárri. Fékk sýklalyf í viðbót við kremið. Kom upp úr kafinu að hún er bæði með streptokokker og stafylokokka sýkingu í tánni. Litli anginn minn.

Og svo var nú eitt ansi fyndið.Þriðjudagar eru skautadagur í skólanum hjá Baltasar þar sem er farið á skautahöll í nágrenninu og þá sendir maður nátturulega skauta og hjálm með honum í skólann.Núna á þriðjudaginn eftir skóla spurði ég Baltasar hvernig hafi verið á skautum -
Baltasar: jú takk það var fínt en ég þurfti að fá lánaða skauta.
Ég: Nú gleymdirðu skautunum þínum í skólanum?
Baltasar: Nei mamma, ég var með vitlausa skauta.
Ég: Æi Baltasar tókstu nú vitlausa skauta með þér frá skólanum?
Baltasar: Nei mamma,þú sendir mig með vitlausa skauta, einn skauta af pabba og einn af mér !!!
Ég hélt ég myndi míga í mig úr hlátri. Skautar eiginmannsins eru stærð 42 og Baltasars skautar í 27!!! Skiljanlegt að ég hafi eitthvað ruglast á þessu.

Jæja þá er komið að þessu skemmtilega - lagi vikunar.Hvernig væri nú að fá eina gamla góða lummu? Þetta lag spilaði ég fullt í partýum heima hjá mér á hinum svo ansi skemmtilega áttunda áratug(vona að mamma lesi þetta ekki því hún veit ekkert um þessi partý!!). Og hér verða ALLIR að syngja með því þetta lag er sungið af bæði karli og konu og á íslensku í þokkabót(og ég veit að þið kunnið að syngja á þeirri tungu) og þessvegna enginn afsökun að sleppa því, svo strákar og stelpur upp með hárburstann. Jibbý Jæ! ALLIR SAMAN NÚ!



Bissí bissí helgi með gestum og indverskum mat og hygge.

Góða helgi.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ha ha ha vissi ekki einu sinni ad thad vaeri til vídeó vid thetta lag, já madur er úr Mývatnssveit..:)
Indverskur matur er svo gódur, lumardu á einhverri uppskrift af mildri, grýtu (sem er glutenfri)
kvedjur frá Tjekklandi!

Ameríkufari segir fréttir sagði...

elska þetta lag:)
Ég hló mig máttlausa þegar ég las samtalið sem fór ykkur mæðginum í milli:) Klaufi!!! Góða helgi.

Nafnlaus sagði...

Skautasagan er góð hahaha. msn mitt er búið að vera e-h í ólagi en vonandi fer það að komast í lag.kv.Anna

Nafnlaus sagði...

Það á að vera matur í skólum, allavega lágmark að passað sé að börnin borði nestið sitt. Vonandi fékk Saga krassandi pensilín við táarsýkingunni. Þú ert alveg met
dóttir góð - grey Baltasar.
Mútta

Nafnlaus sagði...

Það verður ekki á þig logið mín kæra! Til lukku með bílinn, og vonandi lagast táslan á dömunni. Góða helgi. Gulla Hestnes

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með nýja bílinn ! Skautasagan flott ... er það nema von að maður ruglist stundum ... he he !

Bestu kveðjur frá FL*