27.2.08

Hvar hafa dagar lífs míns lit sínum glatað?

Er með ljótuna þessa dagana. Hárið á mér er með ljótuna, fötin mín eru með ljótuna og ekki tala um andlitið. Ég fer að breytast í miðaldra kerlingu ef ég fer ekki að gera eitthvað við öll þessi ljótheit.

Hvað varð um roð í kinnum og leiftrandi augu. Núna eru bara grá hár og baugar og yfirdrifinn fölleiki sem hér ráða ríkjum. Sem betur fer ekki með bólu, annars hefði ég alveg farið yfir um.

Held ég fari í ljós - verð annars notuð sem eitt.

Eða klippingu.

Eða ljós og klippingu.

ARRGGGSkjáumst!

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

já, ég verð nú að segja það að þú lítur nú ekkert mjög vel út á þessari mynd:) spurning með að fara í tannréttingar. kv Anna

Nafnlaus sagði...

Falleg að vanda mín kæra! Kveðja Gulla Hestnes

Nafnlaus sagði...

Langflottust!!!

Nafnlaus sagði...

Hæ - ég verð nú að segja það Helga mín að ég hef séð þig líta betur út. Þetta er næstum eins og í Rauðhettu þegar hún sagði við úlfinn: Hvers vegna ertu með svona stórar tennur amma mín? eða var það ekki?
kv, mútta