11.2.08

Just another manic Monday!

Gleðilega nýja viku!

Ja hér og jæja hvað margir urðu að ósk minni og sögðu álit sitt á Palla Ó. Greinilega elskaður af íslensku þjóðinni, af öllum nema mér. Æ ég veit ekki hvað það er, hann syngur ekkert illa, ekkert falskur eða svoleiðis mér bara leiðist svo óendanlega þegar ég heyri hannn syngja. Maður verður kannski að venjast honum. Hann var nú samt brilljant sem Frank Furter i Rocky Horror Picture Show hér um árið. Og svona bæ þe vei þá var það ekki mín tá, heldur Sögu tá sem var svona vond. Ég var þessi með horið. Allir að hressast.

Það stóra í lífi mínu þessa dagana er að á miðvikudaginn fáum við nýjan bíl. Og þá meina ég NÝJAN. Beint úr kassanum. Aldrei áður höfum við átt bíl sem er frá sama áratug og hann er keyptur á. Fyrsti bíllinn okkar sem við keyptum daginn sem Baltasar fæddist var að mig minnir frá lok áttunda áratugsins og sá sem við eigum í dag er 92 módel.

Við skelltum okkur á Skoda Octavia fjórhjóladrifinn, alveg eins og þessi bara svartur með ljósum leðursætum. Er maður grand eða hvað! Hinum almenna íslending finnst þetta nú örugglega vera hálf halló en við sem ekki höfum átt bíl nema í 6 ár og ekkert verið að skifta neitt of oft heldur finnst þetta bara geðveikur lúxus. Bílinn okkar er orðin svo lúin og gamall og svo er ég að brjálast á að geta ekki hækkað í græjunum (ef græjur skildi kalla), get bara hækkað til 17 sem er of lágt til að hægt sé að syngja almennilega með. Mannskemmandi að ekki geta sungið hátt í langferðalögum.

Allavegna þá brunar minn maður til Saffle í Svíþjóð og nær í bílinn um miðja viku. Eitt er allavegna víst að ég á EKKI eftir að keyra þann bílinn inn í bílskúr fyrstu árin. Klessi alltaf á eitt horn þegar ég keyri inn en það hefur ekki verið neitt mál því gamli bílinn er svo vanur því! Tek það fram að það er geðveikt þröng aðkoma að nýja bílskúrnum og svo er hann svo agnarsmár og það er líka hár kanntur frá bílskúr að götunni svo maður þarf að gefa aðeins í þegar maður keyrir hann inn. Tekst ekki alltaf hjá mér!

Later aligator.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til lukku með nýja bílinn. Ég hef heldur aldrei keypt mér nýjan bíl svo ég skil þig vel :) Fyrir mér væri þetta líka enginn smá lúxus. kv.Anna

Álfheiður sagði...

Samgleðst þér með bílinn og skil þig vel með bílskúrsákeyrslur ... þetta væri líklega eitthvað svipað hjá mér ...

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Til hamingju með bílinn og að geta bráðlega sungið hátt og snjallt.

Nafnlaus sagði...

Gott að þið eruð að hressast,það er gasalega vont að vera með svona tá, aumingja Saga.
Til hamingju með nýja bílinn, fegin að hann skuli vera að koma.
Við afi þinn höfum aldrei átt svona nýjan bíl heldur og erum þó sextug á árinu. Ég reyndi að hringja áðan.Pabbi þinn biður að heilsa
Heyrumst. Knús til allra. Mútta

Nafnlaus sagði...

Til lukku með bílinn;o) ekki leiðinlegt að keyra um á glænýjum bíl.

Oskarara sagði...

Til Hamingju með nýja bílinn......By the way, það er verið að fara að setja upp Rocky horror á Höfn í Hornafirði, háabátþatt!