Eða svoleiðis, drekk nú ekki kaffi en Danmark er dejlig! Helgarferðin okkar Sögu var vel heppnuð í alla staði fyrir utan veðrið sem ekki var beint að fara í sparifötin fyrir okkur. Geðveikt rok og rigning svo ég endaði á að ekki fara niður í bæ og fyrir vikið fannst ég ekki almennilega vera í Köben.En hef nú svo sem alveg komið á strikið ca. milljón sinnum. En hitti samt fullt af góðu og skemmtilegu fólki og hafði það náðugt. Finnst janúar vera góður mánuður fyrir stuttar ferðir. Er svo leið eitthvað þá á vetrinum og veðrinu og þarf á smá tilbreytingu að halda.
Saga var svo dugleg og bara virkilega stór stelpa orðin allt í einu. Ekkert mikið um hlaup og læti og hún hlýddi mömmu sinni. Þar sem hun hefur alltaf verið ansi fjörug og erfitt að ná henni niður oft á tíðum höfum við haldið frekar ströngum aga (svona á íslenskan mælikvarða allavegna) og það er greinilega farið að borga sig. Hún kynnti sig fyrir þeim sem við hittum með handabandi og var svo ægilega kurteis. Hún var ekkert að æða um og skoða í skápa og skúffur þar sem við komum. Fór meira að segja að sofa þegar hún var beðin um það þótt að hinir krakkarnir hafi farið á útopnu eftir alveg gasalegt sælgætisát.Ég var nú eiginlega bara bit hvað þau fengu að úða í sig af nammi en sem gestur er maður nú ekki að segja neitt. Lætur bara eins og ekkert sé.Saga er lítill nammigrís(er stundum ekki viss um að hún sé mín!!!) sem betur fer.Við eigum örugglega eftir að fara í fleiri mæðraferðir saman.
Annars er ég farin að sjá fyrir endan á þessum vetri. Loksins orðið bjart þegar ég kem í vinnuna á morgnana og þegar ég fer heim. Ég er kannski ekki nein sérstök sumarmanneskja, er meiri vor eða haust- svona peysuveðursmanneskja má segja.Samt er ég alltaf farin að hlakka til sumarsins á þessum tíma.
Veðrinu hér má nú ekki gleyma, rigning, frost, snjór, slydda, you name it. Hálka delux! Óveðrið Tuva herjar á suðurströndina, þök fjúka. Óveður a la Iceland.
Og Britney greyið, loksins búið að leggja hana inn. Norsku blöðin eru mjög svo iðin að segja fréttir af henni og svei mér þá ef maður er bara ekki farin að fylgjast vel með hennar lífi enda erfitt að komast hjá því. Maður bara bíður spenntur hvað gerist næst!
Jæja nú ætla ég ekki að snuða neinn um lag vikunar en það er flutt af hinni Írönsku -sænskbúandi Laleh og hefur verið í miklu uppáhaldi frá það kom út í 2006.
Góða helgi
over and out
3 ummæli:
Æi hvað það er gaman að heyra af svona vel heppnaðri mæðgnaferð og líst vel á þetta með agan hjá þér. Er byrjuð að kenna sem forfallakennari og verð að segja að hér á landi er agi eiithvað sem íslenskir foreldrar hafa tileinkað sér;o)
Það á að sjálfsögðu að vera "ekki tileinkað sér" í færslunni hér á undan:o)
Stundum er ég að pæla í því afhverju það fylgi ekki leiðarvísir með nýfæddum börnum, maður fær leiðarvísir eiginlega með öllu sem kemur upp í hendurnar á manni. Sennilega slæm hugmynd:Þ, snúið stundum þetta uppeldi.....
Skrifa ummæli