23.5.08

Fyrsta ástin

Ástin er ekki alltaf auðveld, alveg sama á hvaða aldri þú ert.

Baltasar kom til mín á mánudaginn og sagði mér að Synne(sú sætasta í bekknum) hefði orðið veik um helgina og væri á sjúkrahúsi. Sagði að hún vissi ekkert hvað hún héti eða hvar hún væri og væri rosa veik í höfðinu. Ég spurði hvort hún væri kannski með flogaveiki en hann sagði að kennarinn þeirra hafði sagð að þetta væri ekki flogaveiki. Mér stóð nú ekki alveg á sama um þessar upplýsingar. Við spjölluðum um þetta í smá tíma og Baltasar lét mig lofa sér að kaupa handa henni gjöf þegar hún kæmi aftur í skólann. Það var lítill drengur sem grét sig í svefn þetta kvöldið.

Á miðvikudaginn þegar hann kom heim úr skólanum sagði hann að hún væri komin tilbaka og þetta hafði verið flogaveiki. Hann var voða glaður að hún væri ekki lengur svona veik og minnti mig á loforðið. Svo segir þessi elska "mamma ég vildi óska að það væri ég sem væri veikur svo að Synne gæti verið heilbrigð". Litli karlinn minn., svona sætur er hann nú. En Baltasar er búin að vera rosalega skotinn í henni frá fyrstu sýn .

Annars ekkert fréttnæmt þessa vikuna nema að Baltasar er að fara til íslands 9 juní, ferðast með Ellu Siggu vinkonu og fer með henni austur. Hann verður svo þar mömmulaus í 3 vikur áður en við komum. Ætlar að fara í fótbollta með Sindra og leikjanámskeið og hafa það gaman. ÓMG hvað ég á eftir að sakna hans. 3 vikur er langur tími svo ég ætla að biðja ykkur sem verða stödd á Höfn frá 9-27 júní að passa upp á einkason minn.

Jú og svo er ég með harðsperrur frá helvíti. Get ekki labbað upp eða niður stiga. En þeir segja að það sem ekki drepur mann styrkir mann. Vona að það sé rétt!!

Ákvað að halda við sumarfílinginn því mér sýnist að það sé nú eitthvað að hlýna hér eftir helgina. Hold on be strong segi ég nú bara(smá júrovisjonskot fyrir ykkur sem fylgjast með því). Lag vikunnar er því gott danslag frá ..................................................nobb, ekki áttunda áratugnum - níunda (ha ha þarna gabbaði ég ykkur). Fór einu sinni á tónleika með þessari hljómsveit í Vega í Köben. Ekki leiðinlegt kvöld það. Ef þú kemst ekki í smá vorfíling af þessu lagi hlýturðu að vera alveg steindauð(ur) svo náðu þér í hvítvínsglas og hækkaðu í botn og dillaðu aðeins afturendanum og tjillaðu út í vornóttina.

Gróður helgi.
p.s örfáar myndir frá heimsókninni hér

4 ummæli:

Iris Heidur sagði...

Jiiii hvað hann er mikið yndi, ótrúlega sætt af honum svona litlum.
Brand New Heavies er frábært band sem kemur manni sko í stuð...ef ekki vantar alla músík í þá manneskju!

Berglind sagði...

Hann er náttúrulega algjör perla drengurinn þinn, mikil tilfinningavera þar á ferð - ekkert smá sætt :)

Nafnlaus sagði...

ÆÆÆ en krúttlegur. kv Anna

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Hann er yndislegur:)