19.5.08

Heimsókn lokið


Begga og litli Kristófer fara heim í dag eftir að hafa verið í heimsókn í 4 daga. Mikið var það nú gaman að fá vinkonu heimsókn. Og þvílíkt ljós þessi litli stubbur er. Heyrðist varla í honum og var bara brosandi og glaður. Ef maður fengi garanterað svona barn væri nú ekki málið að koma með fleiri. Annars var nú Begga svo stálheppin að upplifa kaldasta 17 maí(þjóðhátíðardag)í 50 ár. Hversu heppin er hún! Og núna sit ég hér við tölvuna í vinnunni í úlpu og með "mellu"klút eða svo minnir mig að þeir voru kallaðir (eða er ég alveg í tómu rugli).

Við vorum að planta fullt af plöntum í gær og sumar litu nú ekki vel út í morgun en það var semsagt frost hjá mér í nótt. Bölvað veðrið. Annars var 17 maí eins og gengur og gerist hér. Skrúðganga frá skólanum um morguninn og farið svo í skólann og borðað pulsur og kökur og á eftir til tante Marianne(systir JC) í boð með humri, kampavíni og jarðaberjum. Ekki amalegt það.

Sunnudag fórum við Begga með Kristófer og Sögu til Osló og skoðuðum nýju Óperuna og Akershus festning sem er svæði frá 1200 og eitthvað og Saga var alveg viss um að þarna byggi prinsessa og prins. Og þegar hún sá lífvörðinn sagði hún, sjáðu mamma þarna er kóngurinn. Svo fann hún líka borð og stóla sem voru fyrir utan eitthvað kaffihús og var alveg viss um að það væri prinsessu skólinn. Hún kallar sig Mjallhvít þessa stundina!

Jæja nóg um það, best að halda áfram að vinna og drepast úr kulda. Ætla að leggja út myndir frá Beggu heimsókn bráðlega á Flickr og læt bara vita af því. Notast bara við þessa gasalegu krúttlegu/skerí mynd af litlum mínídúkkum.

4 ummæli:

Ameríkufari segir fréttir sagði...

hahaha, Saga með söguna og svörin á reiðum höndum:)
Gott að þið nutuð ykkar, vinkonurnar:)

Nafnlaus sagði...

Melluklútur var það heillin er nokkuð viss um það :)
Mikið ofboðslega held ég að hún Saga þín sé skemmtileg stelpa.
Kveðja úr firðinum
Íris Gíslad

Nafnlaus sagði...

já ég frétti að það hefði bara verið þvílíkt nice hjá ykkur. Er búin að sjá "melluklútinn" hjá Begga, voða fínn. kær kv.Anna

Nafnlaus sagði...

Já Helga mín það er nú svona með kóngafólkið. Þegar þú varst 5 ára kom Karl svíakonungur í heimsókn í A-Skaft. og þú fórst í móttökuathöfnina með Ásdísim Ólafs. held ég. Þú sást engan kóngsa með kórnu bara mann í svörum fötum með gulltölur. Það var Friðjón heitinn sýslumaður og ekki skrýtið að þér litist á hann sem kóng svo glæsilegur sem hann var. Saga er náttúruleg prinsessa af guðs náð finnst ömmu hennar.
Ekkert mál með fótbota f. Baltasar sem er eini prinsinn hennar ömmu.
kveðja,
Mútta