og svo framvegis. Maí hefur haldið innreið sína og ég lýsi því hér opinberlega að vorið er komið til að vera.
Vikan búin. Stutt og laggóð var hún í þetta skiftið.Smiðurinn klikkaði eitthvað á efni í pall og núna er bara búið að byggja grindina og einn blómakassann. Pallaframkvæmdum sem átti að ljúka í dag er frestað um tæpa viku en Berglind þarf samt ekki að hafa áhyggjur, pallurinn verður tilbúin áður en hún kemur.Garðurinn verður kannski ekki eins flottur og áætlað var. Verð líka búin að þrífa grillið, verður gert á sunnudaginn. Er annars búin að gróðursetja japanskt kirsuberjatré í garðinum hjá mér.Með tíð og tíma verður það eins flott og þetta á myndinni. Ég og húsbandið erum að fá græna fingur svei mér þá - ljósgræna allavegna.
Búin að setja inn nokkrar myndir hér frá Róm. Tók ekki svo margar,maður var svo upptekin af að skoða og svoleiðis.
Valgkvíðinn að drepa mig í dag. Gat valið að spila Maístjörnuna svona í tilefni maímánaðar eða svo gat ég valið eitthvað létt og skemmtilegt. Ákvað að Maístjarnan væri heldur deprimerandi fyrir allann vorfílinginn sem mér finnst að þið eigið að vera að komast í svo ég valdi eitt lauflétt lag og svo má ekki gleyma að það er annar í afmæli hjá honum bróður mínum. Hann getur kannski dillað sér aðeins með þessu lagi í því tilefni. En það sem mér fannst söngvarinn í þessari hljómsveit sætur, tók ekkert eftir því að hann getur ekki dansað. Hann hefði betur horft á finnska diskóvideoið.
p.s Saga er að æfa sig í að tala íslensku og hún sagði þetta um daginn:
"Mamma hvor er náttfötin mitt?" Dugleg stelpa segi ég bara.
Góða grillhelgi.
4 ummæli:
Alveg yndislegt ad vorid skuli vera komid :)
Allt á fullu í húsavidgerdum og vid flytjum inn eftir mánud :)Gangi ykkur vel med pallinn og njótid helgarinnar!
Hvor eða hvar, æ þetta er svolítið flókið. Dugleg stelpa hún Saga, gott hjá henni að æfa sig í íslenskunni. Eigið góða helgi. kær kv.Anna
hæhæ alltaf jafn gaman og spennandi að vita hvaða lög þú dregur upp:) Annars til lukku með skvísuna, svaka dugleg að læra sýnist mér....grænir fingur og grill...vorboðinn ljúfi, svei mér ef mín kæra vinkona er ekki komin (líklega fyrir löngu)í súperkonursemgetaalltmæðurmakar,o.s.frv.1000%ALLT.
kv Drífa
Ég verð líka að segja að ég er orðin spennt með að sjá lögin sem þú velur.
Dugleg hún Saga, þetta átti sko upp á pallborðið hjá mér.
Hafið það gott,Svanfríður.
Skrifa ummæli